Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
119
liann, að auk þeirra háplantna, sem Steindór fann þar, hafi hann
fundið 17 tegundir, sem hann nefnir, þl viðbótar. 15 þessara tegunda
eru taldar á listanum hér að framan, og hefur sumra þeirra verið
áður getið úr Ásbyrgi í „Plöntuskrá úr Kelduhverfi" í Náttúrufræð-
ingnum 15. árg., 4. hefti. Þær tvær tegundir, sem hvorugur okkar
Steindórs liefur fundið eru bjúgstör (Carex incurva) og týtulíngresi
(Agrostis canina).* Eftir þeim gögnum, sem nú hafa verið talin, eru
þá þekktar 148 tegundir háplantna, senr vaxa í Ásbyrgi.
Ekki taka þeir Steindór og Ingimar fram, livort athuganir þeirra
ná aðeins yfir hið afgirta svæði eða jafnframt yfir þann hluta byrgis-
ins, senr er utan girðirrgarinnar.
„Frjótt eins og óðal hins fyrsta manns,“ segir ágætt skáld unr Ás-
byrgi. Og Árni Óla segir í riti Ferðafélagsins um Keldulrverfi, að
óvíða norðanlands nruni vera jalnfjölbreyttur gróður og í Ásbyrgi.
Þessi skoðun á gróðursæld og fjölbreytni jurtagróðurs í Ásbyrgi nrun
vera nokkuð alnrenn. Ekki er nrér kunnug plöntuskrá frá óðali hins
fyrsta nranns, svo að jrar er erlitt unr samanburð. Ólíklega eru enn
fundnar allar háplantnategundir, sem vaxa í Ásbyrgi. En þó nrunu
svo fáar ótaldar, að þeir, senr vilja, geta nú borið gróðurfar þess sam-
an við aðra staði, senr þeinr eru kunnir og sambærilegir þykja.
* Hér má líka benda á, að I. O. getur þess í grein sinni, að hann hafi fundið mýra-
ertur (Lathyrus paluster) í Oxarfirði og telur það fyrsta og eina fundarstað þeirrar
tegundar á Norðurlandi. En í nefndri „Plöntuskrá úr Kelduhverfi" er getið unr, að
þessi planta hafi fundizt í Auðbjargarstaðaskógi og blómgist þar.