Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
121
mýrar og Hlíðarhúsa á Snæfjallaströnd. Þar vex talsvert a£ burknan-
um. Eru þetta einu fundarstaðir lians hér á landi. —
II
Fyrri hluta ágúst 1044 fór ég í grasaferð frá Ásgarði i Dölurn um
Saurbœinn og Skarðsströnd að Staðarfelli. Skal hér getið nokkurra
jurta, sem ég sá víðar en Helgi jónsson nefnir í „Floraen paa Snæ-
fellsnes" 1899.
Þrílaufungur (Dryopteris linnaeana). Ásgarður, Hvammur og
Skarðsskógur.
Þríhyrnuburkni (D. phegopteris). Ásgarður, Hvammur og Skarðs-
skógur.
Köldugras (Polypodium vulgare). Hvammur, Hólar í Sælingsdal,
Skarð.
Eski (Eqisetum hiemale). Ásgarður, Hvammur, Skarð, Stakka-
berg.
Laugasef (Juncus articulatus). Laugar í Sælingsdal, Skarðsskógur.
Tjarnanál (Scirpus uniglumis). Skerðingsstaðir.
Fjallhæra (Luzula arcuata). Illviti við Hvítadal, víða í Klofnings-
íjalli.
Elóastör (Carex linrosa). Víða.
ígulstör (C. echinata). Víða.
Hnappstör (C. capitata). Víða.
Skriðstör (C. norvegica). Fagridalur, Dagverðarnes.
Vatnsnarfagras (Catabrosa aquatica). Allvíða.
Eggtvíblaðka (Listera ovata). Hvammur.
Flæðarbúi (Spergularia salina). Langeyjarnes. Fundin 1942 í Efri-
Langey og Purkey.
Broddkrækill (Sagina subulata). Fagridalur, Skerðingsstaðir.
Fjallanóra (Minuartia biflora). Illviti, Klofningsfjall víða.
Móanóra (M. stricta). Ballará.
Dvergsóley (Ranunculus pygmaeus). Illviti, við Fábeinsvötn og
víðar á Klofningsfjalli.
Fjörukál (Cakile maritima-edentula). Ásgarður.
Jöklaklukka (Cardamine bellidifolia). Illviti, Fábeinsdalur og
víða á Klofningsfjalli.
Sóldögg (Drosera rotundifolia). Krossavatnsmvrar og allt að Ball-
ará, Kjarlaksstaðir.