Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 42
134
NÁTTÚRUFRÆBINGURINN
rjúpnastör. Lítill klófífupollur er rétt lijá. Við liann vaxa einnig:
lækjagrýta, stjörnuarfi, hengistör, blátoppastör, mýradúnurt og
engjarós, en stinnastararkragi umhverfis.
Uppi á Grímsey er brött og grýtt brekkn móti norðri. Aðaljurtir
þar eru: smjörlauf (Salix herbacea), augnfró (Euphrasia frigida) og
kornsúra (Polygonum viviparum). Dreifðara vaxa: axliæra, vallhæra,
túnvingull, sauðvingull, ólafssúra, lambagras og vetrarblóm. Stór-
vaxið, óblómgað reyrgiesi vex uppi á brekkubrúninni. Þar vaxa líka
einstaka mýrasóley og barnarót.
Alls sáum við 105 tegundir blómjurta og byrkninga í Grímsey á
Steingrímsfirði. Finnast sennilega fleiri við nákvæma leit.
A öllu sruœðinu, sem við fórum um í ferðinni — j>. e. nágrenni
Hólmavíkur, Staðardal, Bjarnarfirði, Asparvík, Kaldbaksvík og
Grímsey — fundum við um 260 tegundir. Þau svæði eru auðvitað
ekki fullkönnuð, en fengizt hefur nokkurt yfirlit um gróðurfarið.
(Sbr. einniggr. „Sól ogsumar á Húnafl.str." í des.hefti Eimr. 1947).
V. Viðauki.
Þegar ég var að ljúka þessu fundarstaðayfirliti, kom dr. Broddi
Jóhannesson með hvít krœkiber norðan úr Skagafirði. Hafði Sigríður
Gunnarsdóttir, húsfreyja í Elatatungu, sent honum Jrau. Þar hafa
Jrau vaxið við túnjaðarinn í mörg ár. Áður hafa hvít krækiber fundizt
í Hjarðardal í Dýrafirði og á austurbrún Hellisheiðar.
Krœklurót (Corallorhiza trifida) er talin sjaldgæf á Suðurlandi. í
Hekluferð náttúrufræðifélagsins, 5.-6. júlí s.l. sumar, fundunr við
Ingimar Óskarsson grasafræðingur talsvert af henni í Næfurholts-
landi hér og livar. Hef ég heyrt, að hún vaxi víðar á þeiin slóðum.
20. júní 1947 fór ég austur að Múlakoti í Eljótshlíð að líta á gróð-
urinn. Þá var láglendi algrænt að kalla yfir að líta. En um 30% af
hlíðinni ofan við bæinn var svart að sjá, þakið vikri og ösku. Vikur-
inn hafði sums staðar sært gróðurinn, Jregar vindur var. Mosinn
virtist alls staðar mjög ræfilslegur. Ekki var að sjá eituráhrif á gróðr-
inum. Stóðu víða græn strá upp úr 3—5 cm þykku vikurlagi.
Við Ncefurholt voru sortulyng (Arctostaphylus uva ursi) og kræki-
lyng (Empetrum nigrum) föl og greinilega rnikið skemmd af ösku-
ryki, Jrótt aðrar jurtir stæðu grænar rétt lijá. Virðist sígrænn gróður
Jrola öskuna sérlega illa og var hálfgerður haustlitur á lionurn um
sumarið. Björkin var óvenju ilmvana. Regnið s.l. sumar hefur hjálp-
að drjúgum upp á sakirnar. Landið virðist vera að ná sér furðanlega.