Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 47

Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 139 um saman eí'tir afgreiðslu. Hver fjölskylda í þorpinu býr í sínu liúsi, en liúsin eru mjög lítil, veggir hlaðnir úr grjód og stráþök yfir. Lítt eru þau þiljuð að innan og mörg með moldargólfi. Atvinnuvegirnir eru landbúnaður og fiskveiðar, hvort tveggja rekið á frumstæðasta hátt. Hver fjölskylda hefur kartöflugarð, og eitthvað er ræktað af öðrum garðamat, en ekkert korn. Nokkuð er af sauðfé, nautgripum, geitum og ösnunt, og ganga þessar skepnur að mestu titi sjálfala vetur og sumar. Kálfarnir ganga undir kúnum, og lítil ntjólk er aflögu handa mannanna börnum. Fiskurinn er veiddur á öngul og færi, mest af smábátum, en stundum einnig af ströndunni. Aðalfæða eyjarskeggja er fiskur og kartöflur. En hvort tveggja getur brugðizt: fiskurinn vegna ógæfta, kartöflurnar af völd- um fiðrildistegundar einnar, en lirfur hennar éta upp kartöflugrasið. Lélegt þótti leiðangursmönnum fæði eyjarskeggja, og á engu furðaði þá meir en því, að þetta fólk skyldi geta ltaldið við ágætri heilsu og kröftum á slíku viðurværi. Þetta var að vísu löngu frægt orðið og þótti ótrúlegt, en þessi leiðangur varð fyrstur til að rann- saka vísindalega heilsufar og viðurværi á Tristansey. I’essar rannsókn- ir önnuðust aðallega þeir Dick Henriksen, læknisfræðingur, og Per Oeding, aðstoðarmaður lians, og Reidar Sognnæs, tannlæknir. Hér fer á eftir kafli af því sem Henriksen ritar í bókina bls. 154— 159, nokkuð styttur í þýðingu minni). Til að fá sem bezta hugmynd um lifnaðarháttu eyjarskeggja skulum við fylgjasl tneð þeim eitt ár. Byrjum á jóíunum. Þau eru mesta hátíð ársins, og [>;í cr tjaldað því, sem til cr. Fyrstu nýju kartöflurnar eru teknar upp fyrir jól og liafðar til hátíð- arinnar. Þeir, sem hafa ráð á, slátra kind, cn til eru þær fjölskyldur, sem cnga ciga. Og stundum er farið til afréttanna hinum megin á eynni til að „veiða" citthvað af hinum hálfvillta búpeningi, sem þar gengur. Unglingar fara Lil fjalls að tína ber. Síðan er jólamaturinn búinn til, ntargir sérkennilegir hátíðaréttir. Eftir nýjár er hátíðin á enda og hversdagsfæði tekur við, aðallega kartöflur og fiskur. Um sumarmánuðina (þá er vetur lijá okkur) verður fiskurinn ckki geymdur nema fáeina daga vegna flugnanna, svo að oft þarf að róa. Þegar gefur ekki á sjó, verða menn að gera sér að góðu kartöflurnar cinar í öll mál, oftast soðnar, stöku sinnum slciktar í fuglafeiti og á sunnudögum í kartöflubúðing. Á vorin (haustin hér) fá eyjar- skeggjar lítils háttar grænmeti: kál, rófur, gulrætur, lauk, púrjó, pétursselju og dálílið af krækibcrjum. En þctta er aðeins til bragðbætis endrum og sinnum. Nokkrar fjöl- skyldur rækta talsvert af cins konar graskerum. Þau verða býsna stór, allt að 15 kg, og gcymast lcngi. Það er eina grænmetið, sent nokkuð munar um. Frá janúar og frant í ajníl fara menn alloft uj>p í fjall eftir young mollies, cn það eru ungar bjargfugls eins, sem cr skyldur fýl. Kjöt þeirra er fínt, en með lýsisbragði. Þeir, sem eiga eplagarða sunnan fjalls í eynni, vitja þeirra í bátum f marzmánuði.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.