Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 49

Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 49
NÁTTÚRUFRÆ-ÐINGURINN 141 voru einnig hraust og fjörug. Við gátum yfirleitt hvergi fundið vott neins sjúkleika, scm kenna mætti skorti á veigamiklum næringarefnum f fæðunni. Og þó virtist hún hafa lítið að geyrna bæði af steincfnum og fjörefnum. Hvorki var að finna enska sýki, skyrhjúg né nokkurn annan af hinum svonefndu hörgulkvillum. Og enn ritar Henriksen (bls. 149): Ekki varð vart neinna alvarlegra smitsjúkdóma. Við komu okkar gaus að vísu upp k\ef og blóðkreppusótt. En með þessum heldur meinlausu kvillum eru upp taldir allir smitsjúkdómar, sem vart verður í eynni. Berklaveiki þekkist ckki. Við berklapróf okkar á ibúunum kom í ljós, að aðeins fjórir af meira en 180 höfðu orðið fyrir berkla- smiti. Og þessir fjórir höfðtt allir verið nokkur ár f Suður-Afríku. F.kki fannst vottur ai kynsjúkdómum. Og raunar er þessu eins farið um alla þá aðra alvarlega sjúkdóma, sem hrjá okkur og aðrar menningarþjóðir: meltingarsjúkdóma, nvrnaveiki og gigt. Jafnvel krabbamein virðist sjaldgæft. Ur allri sögu eyjarinnar vita menn aðeins utn eitt dæmi: Willam Glass, fyrsti landnámsmaðurinn, dó úr krabbameini í vör. Aftast í liinni sænskn þýðingn bókarinnar er stuttur viðauki um síðustu tíðindi á Tritsansey, en þar hefur ýmislegt gerzt, síðan Norð- mennirnir hurfu heim altur. Þeir gerðu rannsóknir sínar á réttum tíma, síðustu stundu, að lieita má, áður einöngrun þessa afskekktasta byggðarlags í heimi yrði rofin. Brezkir sjóliðar voru settir á land í Tristansey árið 1942, og þar var komið upp veðurathuganastöð. Síðar hlaut eyin herskips stöðu og nafnbót. Hún var skírð hátíðlega (flaska brotin o. s. frv.) His Majesty’s Ship „Atlantic Isle“. Ganglítið hefur það ,,herskip“ verið, en seinskotið í kaf — og það er trúa mín, að Tristansey sé enn ofan sjávar, þó að þetta sé eitt hið síðasta, sem ég hef til hennar spurt. Loks eru í viðaukanum taldar þær ritgerðir vísindalegs efnis, er leiðangursmenn hafa birt um Tristansey, liver á sínu sviði, í rit- bálki einum, sem Norska vísindaakademían í Oslo gefur út og nefnist Results of tlie Norwegian scientific expedition to Tristan da Cunlia 1937—1938, og einnig er getið um helztu niðurstöður vísindamann- anna.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.