Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 51

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 143 uðu þar stórar snæbreiður svo fagurlega, að Ross kallaði svæðið „Rauðhamra" (Crimson Cliffs). — Snæþörungarnir vaxa á yfirborði snævarins og um 5 cm niður í hann. Þrífast þeir bezt í hægri sólbráð og þar, sem ögn af leysingavatni safnast í lægðum við rendur jökla og fanna. Þar safnast líka jafnan talsTert. af ryki, sem vindar og vatn, flytja, og verður þörungunum að gagni. Ef rauðsnævi er skoðað í smásjá, sést urmull hnöttóttra snæþörungsfrumna með allþykkum veggjum. Snæþörungamir liafa blaðgrænu, en rautt litarefni ber græna litinn alveg ofurliði. í frosti liggja snæþörungarnir í dái, en þegar sólbráð kemur, vakna þeir, vaxa og auka kyu sitt og hreyfa sig jafnvel með bifhárum. Þeir sjúga í sig vatn og vinna koltvísýring úr loftinu til matar. Steinefni eru í rykinu, sem vindar koma með — oft úr órafjarlægð. Leysingavatnið ber einnig næringu með sér handa þessum nægjusömu lífverum. Þegar suæþörungsfrumurnar hafa vax- ið um hríð í leysingavatninu, brestur frumveggurinn og fruman skiptist í 4—5 hluta. „Dæturnar" hafa tvö liifliár liver og synda með j)eim um skeið. Hreyfingarskeiðið er mislangt eftir skilyrðum. En að lokum missa nýju frumurnar bifhárin, fá utan um sig allþykkt liýði og leggjast í dvala. — Þannig eru jafnvel jöklarnir heimkynni gróðursins, en ekki alveg lífvana land, eins og virðist í fljótu bragði. Víða standa tindar upp úr jöklum og sums staðar talsverð svæði t. d. Esjufjöll o. fl. í Vatnajökli. Á þessum „eyjum“ vaxa ýmsar jurta- tegundir og sjálfsagt fleiri en ennþá er vitað, því að fáir hafa ferð- ast um þessar slóðir og engir grasafræðingar, enn sem komið er. Jarðvegstorfur nreð gróðri er einnig stundum að finna á jöklunum. Þarna er merkilegt rannsóknarefni. Mega skilyrðin þar heita Jiau sömu og á ísöld á hinum auðu gnípunr í jöklunum. Margir grasa- fræðingar og jarðfræðingar telja víst, að íslaus svæði hafi jafnan haldizt hér og hvar á ísöldinni. Á íslausum svæðum hafi svo ýmsar jurtir lifað lökultímann og breiðzt eitthvað út síðar (Sbr. grein Steindórs Steindórssonar í Náttúrufræðingnum 1937: „Jurtagróður- inn og jökultíminn"). Sumir íslenzkir og erlendir jarðfræðingar telja, að hér á landi Iial'i verið íslaus svæði á jökultíma, og eiukennileg út- breiðsla ýmissa jurtategunda bendir í sömu átt. En þetta er ennþá lítt rannsakað. jurtir, sem virðast vaxa á gróðurfarslega fornum „eyjum“, eru ef til vill útbreiddari en nú er álitið. Skortir enn mikið á, að ísland sé svo vel rannsakað góðurfarslega og jarðfæðilega, að úr Jressum málum verði skorið með öruggri vissu. En Jreir tímar eru ef- laust framundan.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.