Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 3
Náttúrufr. - 38. árgangur - 2. hefti - 49.—112. siða - Reykjavík, október 1968
Steindór Steindórsson frá Hlöðum:
EGGERT ÓLAFSSON
Tveggja alda dánarminning
Aldrei hefur verið nær höggvið tilveru íslenzku þjóðarinnar en
á 18. öld. Harðindi og drepsóttir geisuðu hvað eftir annað, arður-
inn af erfiði landsmanna, ef nokkur var, livarf í hít einokunar-
verzlunarinnar dönsku, síðustu leifarnar af valdi Alþingis voru
horfnar, unz það var niður lagt með öllu í aldarlokin. Þjóðin var
sárfátæk, vankunnandi um öll verkleg efni og hætt að liugsa liærra
en að bjarga sér frá hungurdauðanum og tekin að trúa á forsjá
landsföðursins, einvaldskonungsins í Kaupmannahöfn.
En mitt í öllum þessum hörmungum og vonleysi risu upp menn,
sem enn áttu trúna á framtíð þjóðarinnar og vörðu kröftum sín-
um til að reisa úr rústum og hvetja hina duglausu til dáða. Vafa-
iaust hafa erlend áhrif orkað á þá á ýmsa lund, því að margvísiegir
vakningarstraumar fóru þá um Evrópu, þótt „hið upplýsta ein-
veldi“ væri stjórnarfyrirkomulagið. Bryddað var á ýmsum nýjungum
í menningu, bæði verklegri og andlegri og ýmsar umbætur unnar.
Danska einvaldsstjórnin fór ekki varhluta af Jaessum hreyfingum,
og þótt oss sé tamt að gera lítið úr umhyggju hennar fyrir íslandi,
og henni hefði vissulega mátt margt betur takast en raun varð á,
verður Jrví ekki á móti mælt, að margar ráðagerðir voru uppi og
margt gert, sem átti að rétta við hag landsins, þótt misjafnlega
tækist til um framkvæmdirnar. Stórfeildasta átakið til viðreisnar
atvinnuvegum landsins voru stofnanir Skúla Magnússonar, land-
fógeta, sem eins og kunnugt er nutu mikils styrks úr konungssjóði,
en í kjölfar þeirra framkvæmda sigldu svo rannsóknir Jreirra Egg-
erts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Þetta tvennt er nátengdara en
í fljótu bragði virðist. Stofnanir Skúia voru hin verklega fram-
kvæmd, en rannsóknirnar skyldu stefna að Jjví að kanna náttúru-