Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 63 í Reykholti í Borgarfirði við mikla viðhöfn að fornum siðvenjum. Hugðist hann síðan reisa bú á Hofsstöðum á Snæfellsnesi, og lét taka þar til húsagerðar og annarra umbóta, áður en hann fiytti á jörðina. Dvöldust þau hjón jrví um veturinn í Sauðlauksdal. Þegar voraði skyldi flutzt búferlum. í þeirri för var það, að skip Eggerts fórst með mönnum og öllum fjárhlut á Breiðafirði hinn 30. maí 1768. Fáir menn höfðu orðið þjóðinni svo harmdauði sem Eggert Ólafsson. Fólkið trúði því naumast fyrst í stað, að þessi vaski mað- ur hefði farizt með svo sviplegum hætti, og þjóðsagnir urðu til um að hann liefði bjargazt, og frásagnirnar um drukknun hans fengu fljótt á sig blæ helgisagnarinnar. Harmleikurinn á Breiða- firði varð yrkisefni skálda, bæði samtíðarinnar og seinni tíma mönnum, svo sem kunnugt er. Eggert Ólafsson var hamingjumaður. Lífsferill hans er óvenju- lega glæsilegur og snurðulaus. Hann nýtur þeirrar menntunar, sem hugur hans kýs. Honum gefst færi á að vinna eftirlætisstörf sín að rannsóknum og ritmennsku, og er gefið færi á að vinna þar í þágu þeirra hugsjóna, sem hann átti dýrstar. Hann fær gott kvon- fang, efnahagur hans er góður, og embættisframi blasir við, og hann nýtur hvarvetna trausts, virðingar og verður vel til vina, þótt talið sé að vísu, að hann hafi ekki verið vinsæll af alþýðu. Hvergi lief- ur dregið skugga á framabraut hans. En þegar sól er í hádegisstað, grípa örlögin fram í og láta sögu hans lokið. Ef til vill var það líka hamingja hans, kannske hin nresta. Enginn getur um það sagt, hvað kynni að hafa gerzt á löngum embættisferli, og fáir voru þeir íslenzku embættismennirnir á þeim árunr, senr sluppu að öllu með hreinan skjöld. Eggert i'éll frá áður en nokkur blettur féll á skjöld lrans. Og tveinrur öldum eftir andlát hans „heyrunr vér ennþá harmaljóð, sem hljóma frá kaldri Skor“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.