Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 28
74 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN völl og langlífi með því að fá nokkui' lönd, er liefðu náin menn- ingarsamskipti sín á milli, til að standa saman um hverja slíka stöð og rekstur hennar. Með vitund og vilja menntamálaráðherra ákváðu Guðm. Sig- valdason og sá er þetta ritar árið 1967 að þreifa fyrir sér á Norður- löndum um undirtektir að þeirri hugmynd, að öll Norðurlöndin tækjn sig saman um stofnun og rekstur alþjóðlegrar jarðeldastöðvar á Islandi í samvinnu við Unesco. Er skemmst frá því að segja, að viðbrögðin með frændþjóðunum voru einróma jákvæð. Hið næsta er gerðist var, að Guðmundur reifaði málið á fundi alþjóðasambands jarðeldafræðinga (I. A. V.) í Ziirich haustið 1967 og var þar sam- þykkt að mæla með slíkri rannsóknarstöð á íslandi og beina óskum til Unesco um stuðning við slíka stöð. Tveir fulltrúar íslands í Norðurlandaráði, alþingismennirnir Ólafur Jóhannesson og Sig- urður Bjarnason báru síðan upp á fundi ráðsins í nóvember s.l. tillögu um stofnun norrænnar jarðeldarannsóknastöðvar á Islandi og fengu meðflutningsmenn að þessari tillögu frá öllum hinum Norðurlöndunum. Fékk tillagan mjög góðar undirtektir. Norræna ráðið mælti síðan með því við ríkisstjórnir Norðurlandanna, að þær ynnu að því að koma á fót slíkri rannsóknarstöð á Islandi.*) Þannig stendur málið nú. Það hefur fengið góðar undirtektir bæði á Norðurlöndum og á alþjóðavettvangi, en talið að næsta útspil í þessu máli sé okkar. Það stendur því upp á okkur að láta meira lrá okkur heyra í þessu máli, og koma með nánari tillögur og einhverja kostnaðaráætlun. „Den bestemmer prisen, som ejer grisen,“ eins og frægur danskur jarðfræðiprófessor og Islandsvinur, Arne Noe-Nygaard, hefur nýlega skrifað mér í þessu sambandi. Ef vel er á málunum haldið af okkar hálfu, tel ég lítinn vafa á að koma mætti hér upp jarðeldarannsóknastöð og reka hana með tiltölulega litlurn kostnaði af okkar hálfu og myndu hinar óbeinu tekjur fyrir landið af slíkri stöð verða drjúgum meiri en kostnaður okkar við hana. Byrja má í tiltölulega smáum stíl og síðart færa út kvíarnar. Vel má notast við leiguhúsnæði til að byrja með. En talsverður þrándur í götu eru skipulagsmál jarðvísinda hérlendis og raunar raunvísinda í heild, en þau mál eru í deiglunni og * Fyrir skemmstu var svo þetta mál rætt á fundi menntamálaráðherra Norð- urlanda í Reykjavík og fékk góðar undirtektir þeirra allra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.