Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 48
94 NÁTTÚRUFRÆÐINGURI N N Rannsóknastarfseminni er skipt í jarðfræðilegar, jarðeðfisfræði- legar og jarðefnafræðilegar rannsóknir, ennfremur rannsóknir á borholum og vinnsluathuganir á jarðhitasvæðum við langvarandi nýtingu. Ráðgjafastarfsemin er að verulegu leyti vegna borana eftir lieitu og köldu vatni. Einn stærsti þáttur í hagnýtum rann- sóknum deildarinnar er jarðhitaleit, sem miðar að könnun jarð- hitasvæða vegna borana eftir vatni og gufu. Við þessa leit er beitt margvíslegum jarðfræðilegum, jarðefna- og jarðeðlisfræðilegum að- ferðum, og fer val þeirra eftir aðstæðum og fjárhagsgetu þess, sem um rannsókn biður. Við jarðliitaleit á einstökum bæjum er þannig gerð jarðfræðileg rannsókn á nánasta umhverfi staðarins, og er tilgangur hennar að kanna, hvort líkur séu á heitu vatni á tiltölu- lega litlu dýpi. Það, sem helzt er litið eftir, er þykkt yfirborðslaga, gerð berggrunns, halli berglaga, brotlínur og gangar. Jafnframt gefur efnagreining á vatni úr hverum og laugum í nágrenni vís- bendingu um uppruna vatnsins og liita þess djúpt niðri. Ef ástæða þykir til, eru gerðar segulmælingar til að leita uppi ganga og brot- línur og mæld er rafleiðni berglaga, sem gefur vitneskju um hita vatns í þessum lögum. Þessar mælingar nægja yfirleitt til könnunar á efstu 200 m jarðar, enda lætur nærri, að borkostnaður við dýpri holur en 200—300 m sé ofviða einstaklingum. Ef margir einstaklingar, sveitarfélög eða kaupstaðir standa að borun, er unnt að verja meiri vinnu til áðurnefndra rannsókna. Eru oft boraðar um 100 m djúpar holur til að kanna hitastigul í berggrunni, og fer ákvörðun um dýpri borun eftir því, hve hratt hitinn vex, svo og eftir jarðfræðilegum líkum. Á síðustu árum hefur verið lögð áherzla á heildarrannsókn jarð- liita stærri landsvæða til þess að fá betri mynd af rennsli heita vatnsins undir þeim. Mætti þar til nefna Borgarfjörð, Reykjanes- skaga og Suðurlandsundirlendi. í þessu skyni hefur verið unnið að jarðfræðilegri kortlagningu þessara svæða og gerðar ítarlegar efna- greiningar á vatni úr flestum hverum og laugum. Hafa þessar el’na- greiningar verið unnar í samvinnu við Rannsóknastofnun Iðnaðar- ins og Raunvísindastofnun Háskólans, en hún hefur gert mælingar á tvívetni og þrívetni, sem nota má til athugana á rennsli grunn- vatns og til aldursgreiningar vatnsins. Þá hefur jarðhitadeild framkvæmt umfangsmiklar mælingar á þyngdarafli og lagskiptingu efsta hluta jarðskorpunnar undir ís-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.