Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 60
106
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Smjörlauf (grasvíðir) er auðþekkt á nærri kringlóttum, smá-
um, oftast gljáandi blöðunum. Stönglarnir liggja flatir og eru oft-
ast huldir af mosa og mold, en upp af þeim spretta nokkurra
sentimetra háir smásprotar eða greinaendar, er bera litla rekla í
oddinn. Eru reklarnir oft hálfhuldir milli blaðanna. Rekilhlíf-
arnar græn- eða gulleitar, eða rauðleitar á karlreklum. Hin örsmáu,
hærðu fræ fjúka burt, aðallega í þurru veðri, þegar þroskað hýðis-
aldinið opnast. Smjörlauf er mjög harðgert og nægjusamt. Myndar
stórar breiður í snjódældum. Snjórinn hlífir á vetrum, en vaxtar-
tíminn er oft æði stuttur, svo að það verður að taka fljótt við sér,
þegar snjóinn leysir. Rakt er í snjódældunum og á vorin sevtlar
þar um leirblandið leysingarvatn. Smjörlaufið þarf þarna mörg ár
til að mynda nokkurra millimetra gilda, oft hnútótta stofna. Fund-
izt hafa um litlafingurgildir stofnar og eru þeir sennilega mjög
gamlir. Hægt er að rækta smjörlauf í steinhæðum i görðum og
verður jjað þar öllu stærra og grófara en úti á víðavangi. Til er
afbrigði (f. fruticosa), stórvaxnara og með stærri blöð en venju-
legt smjörlauf. Ennfremur bastarðar smjörlaufs og annarra víðiteg-
unda. Smjörlauf vex víða í köldum löndum, bæði austan hafs og
vestan, og uppi í fjöllum suður um alla Evrópu og í hálendi Mið-
Asíu. Það vex norður á 78. bieiddargráðu í Vestur-Grænlandi og
uppi í 2170 m hæð yfir sjó í Jötunheimafjöllum í Noregi.
Hinn frægi, sænski grasafræðingur Linné kallaði smjörlaufið
„Minima inter arbores,“ þ. e. minnst allra trjáa. En gagnsamlegt
er það, þótt lítið sé. Það er gott til sauðfjárbeitar og Norðmenn
segja, að hreindýr sæki í Jrað. Geitur sömuleiðis. Smjörlauf er líka
mikilvæg fæða fyrir rjúpur. Það hafa rjúpurannsóknir þeirra Arn-
þórs Garðarssonar og Finns Guðmundssonar síðustu árin sýnt og
sannað. Smjörlauf er geysihaglegur dvergrunni, þegar á allt er litið.