Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 12
58 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ar, meðal annars í Tjörnesbökkum. bessi dæmi sýna, að margt er að græða á jarðfræðiathugunum þeirra. Margar athúganir þeirra á gróðri og dýralífi eru enn í fullu gildi og sýna bæði glöggt auga og þekkingu. Getið er rúmlega 150 plöntutegunda í Ferðabókinni, en allmiklu fleiri tegundum söfn- uðu þeir og sendu utan. Dýraríki landsins eru gerð býsna góð skil. Lýst er öllum helztu tegundum sela og hvala, um 60 tegundum fugla og 43 fiskategundum, auk margra lægri dýra. Gerir Eggert grein fyrir lifnaðarháttum dýra og hver nytsemi megi að þeim vera, forðast kynjasögur um þau og leitast við að kveða niður margs konar hjátrú. í því sambandi er fróðlegt að sjá, hvernig hann fer með hverafuglana. Hann treystist að vísu ekki til að neita hinum mörgu sögnum um þá, sem hafðar voru eftir sjónarvottum, trúir hann þeim þó illa, og reynir að finna náttúrlegar skýringar á þessu fyrirbæri, en kemst þar í ógöngur. í stuttu máli sagt er öll landfræði og náttúrufræði Ferðabókar- innar einkennd af skarpri athugun, gagnrýni, raunsæi og víðtæk- um lærdómi. Þótt margt af því sé nú úrelt, ef til vill meiri hlut- inn, er Ferðabókin samt upphaf og undirstaða íslenzkrar náttúru- fræði, sem ekki verður framhjá komizt af nokkrum þeim, sent við þau fræði fæst. Þótt margt í náttúrufræðinni sé úrelt, gegnir öðru rnáli um þjóðlífslýsingar Ferðabókarinnar. Hinar nákvæmu frásagnir af vinnubrögðum, atvinnuháttum og daglegu lífi fólksins í landinu er sígild heimild um þessa öld, og skemmtilegir eru dómarnir um skaphöfn og hátterni fólksins í mismunandi héröðum og landshlut- um, og munu furðu oft fara nærri sanni. Kemur þar fram sem oftar, að „glöggt er gestsaugað". Enginn dregur í efa einlægan vilja Eggerts til viðreisnar atvinnu- vega í landinu og eflingar þjóðarhagsins. En svo mjög er hann heillaður af sveitalífinu, að hann kemur naumast auga á nokkra aðra leið í þeim efnum en eflingu landbúnaðarins. Skilningur hans á arðsemi og framtíð sjávarútvegs er takmarkaður, og honum er þyrnir í augum að sjávarþorp rísi upp. Má jafnvel segja, að hann hafi horn í síðu þessa atvinnuvegar. Þessi ást Eggerts á land- búnaði og sveitalífi kemur þó ef til vill enn skýrar fram í kvæðum hans, ekki sízt í Búnaðarbálki. Þá virðist sem mat hans á náttúru- fegurð sé mjög við það bundið, hversu frjósamt landið er, sbr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.