Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 46
92 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN hann til þvotta og matarsuðu, og vitað er, að böðun í laugum var vinsæl á þjóðveldisöld. Annars fer eigi miklum sögum af nýtingu jarðhitans fyrr á tímum. Á undanförnum öldum hafa ýmsir erlendir ferðalangar safnað nokkrum fróðleik um hveri og þó einkum goshveri og jafnvel fengizt við efnagreiningar á hveravatni. Þorvaldur Thoroddsen safnaði einnig miklum gögnum og reyndi nokkuð að spá í jarð- hitann út frá jarðfræðilegum hugmyndum. Segja má, að vísindalegar athuganir á íslenzkum jarðhita hefjist að rnarki með rannsóknum Þorkels Þorkelssonar á hveragasi í byrjun þessarar aldar. Á árunum 1934—1937 vann Tom W. F. Barth, síðar jarðfræðiprófessor í Osló, merkt starf við athuganir á hverum og laugum, en grundvöllinn að núverandi skilningi okkar á eðli og uppruna jarðhitans lögðu próf. Trausti Einarsson á ár- unum 1937—1950 og próf. Gunnar Böðvarsson á árunum 1945— 1954. I.aust fyrir 1930 var farið að nota heitt vatn til upphitunar og miða húsbyggingar við hitaveitu frá hverum, og fyrir 1940 var ræktun í gróðurhúsum komin vel á veg. Jókst nýting jarðhitans ört á árunum 1940—1950, enda höfðu viðhorfin þá breytzt mjög. Merkasta framkvæmd á þessum tíma var lagning hitaveitu frá Reykjum til Reykjavikur, en hún var fullgerð árið 1945. Rannsóknarráð ríkisins lét jarðhitamál til sín taka frá upphafi og um 1940 hófust jarðboranir á vegum þess á nokkrum stöðum. Árið 1945 var sett á stofn sérstök deild innan Rafmagnseftirlits ríkisins, sem sinna átti athugunum á jarðliita og jarðborunum. Þessari deild var síðar skipt í jarðhitadeild og jarðboranadeild innan Raforkumálaskrifstofu og nú Orkustofnunar frá 1967. Jarð- boranadeildin sér um framkvæmd jarðborana, en jarðhitadeild hefur ávallt annazt staðsetningu á borholum og rannsókn þeirra eftir borun. Forstöðumaður jarðborana og síðar jarðhitadeildar var Gunnar Böðvarsson, og hafði hann forustu um undirstöðu- rannsóknir á jarðhita hér á landi fram til ársins 1964, er hann lét af þessu starfi. Jakob Gíslason orkumálastjóri hefur haft yfirstjórn þessara mála á hendi allt frá 1945. Með áhrifum sínum hefur hann átt ríkan þátt í vexti deildarinnar og skapað henni ágætan starfs- grundvöll. Starfslið deildarinnar hefur verið breytilegt, en þar störfuðu lengst af 1—2 jarðeðlisfræðingar, 1—2 efnaverkfræðingar, ]_3 vélaverkfræðingar og einn námuverkfræðingur. Jarðfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.