Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 81 vegna mjög mikillar kennslu og stjórnarstarfa. Ég bendi á þetta, til að menn geti gert raunsærri samanburð á aðstöðu í mennta- skóla og háskóla. Og sem dæmi um möguleikana við lægri skóla get ég tekið viðurkenndan vísindamann í íslenzkum fræðum, sem til æviloka kenndi í gagnfræðaskóla og að sögn hafnaði háskóla- kennslu. Stundum hefði ég kosið að vera laus við kennslu, en á hinn bóg- inn hefi ég fundið jákvætt gildi kennsluskyfdunnar, og varðandi gildi hennar almennt fyrir rannsóknir má nefna þessi atriði: 1) Aukin hvatning til að tileinka sér þekkingu þegar það þjónar tvennum tilgangi, rannsóknum og kennslu. 2) Rannsóknarstörf geta verið þreytandi og einhæf og sii spurning getur oft sótt á menn, hvort þeir séu að sóa tíma í vonlaust verk. Kennsla veitir tilbreytingu og þá fullnægingu, setn fylgir reglubundnu starfi. 3) Kennsla veitir hugmyndir og knýr á um rannsóknir. Sumir fremstu vísindamenn hafa þakkað það kennsluskyldu, að þeir gerðu ýmsar merkar uppgötvanir. Ég heyri talsvert talað um það, að ungir menn líti á kennslu sem algert neyðarbrauð fyrir vísindamenn og telji óskipt starf í faginu hið eina, sem viðhlítandi sé. Vafalaust er það talsvert ein- staklingsbundið, hvaða starfsskilyrði henti bezt, en ég er hér að tala um kennslu sem verulegan hfuta af starfi manna og fjalla um ofangreinda afstöðu í því sambandi. l>á er þess fyrst að geta, að á skólaárum og stridentsárum mun fáa dreyma um kennarastarf og það tekur menn nokkurn tíma að breyta viðhorfi námsmannsins í viðhorf kennarans. En þegar sú breyting er um garð gengin, álít ég að menn sjái hinar jákvæðu hliðar og geti, ef vilji er fyrir liendi, skapað sér að verulegu leyti þau starfsskilyrði, sem þeir fella sig við. Að því leyti er snertir rannsóknarstörf, er nauðsynlegt að stjórn kennslumála skilji ástandið og greiði fyrir slíkum störfum. Þyrfti að koma á því fyrirkomulagi, að menn ættu kost á ársfríi t. d. á sjö ára fresti. Fyrsta ársfríið ætti þó að standa til boða-eftir eigi lengri tíma en 4 ár, svo að menn slitnuðu síður úr tengslum við fræði sín. En skilyrði fyrir svona fríum ættu að vera þau, að viðkomandi menn hefðu sýnt getu sína sem vísindamenn að dómi þar til kvaddra manna. Ég sagði, að stjórn kennslumála þyrfti að skilja þetta mál, vegna þess að það er hún, sem verður að laða menn til hinna þjóðnauð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.