Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 53

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 53
NÁTTÚRU FRÆÐ 1 N GURIN N 99 indi frá því að komast niður í grunnvatnið, en ekki þó þéttari en svo, að gott rennsli náist inn í borholuna. Malarásar eru fremur sjaldgæfir hér á landi, en geia góða mögu- leika til vatnsvinnslu þar, sem svo hagar til. Búðardalur virðist vera eini staðurinn hér á landi, sem fær neyzluvatn sitt úr malarási. Geta má þess, að sums staðar má fá gott neyzluvatn undan þykk- um skriðum, en að sjálfsögðu er vatnsmagnið að jafnaði takmarkað og háð stærð aðrennslissvæðisins. Hætta er og nokkur á, að slík vatnsból geti mengazt, því oft eru skriðurnar úr mjög grófu efni. Að sjálfsögðu verður að dæla vatninu upp úr borholunum. Ekki er mér kunnugt um nema einn stað hér á landi, þar sem kalt vatn rennur upp úr borholum, en það er í Garðahreppi. Það vatn kemur úr þykkri bólstrabergsmyndun. Um rnargra áratuga skeið hefur Ásgeir L. Jónsson verið vatns- virkjaráðunautur Búnaðarfélags fslands og hefur leiðbeint bænd- um einkum á Suður- og Austurlandi um val vatnsbóla og rnælt fyrir vatnsveitum á fjölda staða. Hefur hann á því sviði unnið mikið og gott starf. Á sama hátt helur Björn Bjarnason, einnig á vegum B. í., verið til leiðbeiningar, aðallega á Vestur- og Norður- landi. Pálmi Einarsson, landnámsstjóri, vann og á sínum tíma mikið að þessum málum. Hin síðari ár hefur það að langmestu leyti komið í hlut jarðhita- deildar Orkustofnunar að sjá fyrir jarðfræðilegum athugunum í sambandi við leit að neyzluvatni og að benda á staði þar, sem ráðlegt væri að bora. Jarðboranir ríkisins hafa nær eingöngu fram- kvæmt boranirnar. Segja má, að vatnsöflun á þennan hátt hafi yfirleitt heppnazt vel, og nú taka yfir 25 bæjar- og sveitarfélög neyzluvatn sitt að miklu eða öllu leyti úr borholum, og fleiri bætast við árlega. Auk þess hefur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja aflað sér vatns með jressu móti, bæði til neyzlu og til iðnaðar. Þó eru ennþá, bæði til sjós og sveita, í notkun vatnsból, sem í rauninni eru öldungis ónothæf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.