Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 56
102
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Ofaníburður og steypuefni
I öllum algengum lausum setlögum eins og malarhjöllum, árseti,
jökulruðningum, skriðum o. s. frv. má finna hráefni til mann-
virkjagerðar. Það hráefni, sem þó hefur reynzt bezt í ofaníburð eru
jökulurðir, sem yfirborðsvatn hefur skolað nokkru af fínustu korn-
unum úr, en þó nægilegt magn þeirra eftir til þess að binda ofaní-
burðinn saman. Aftur á móti er eina liráefnið, er til greina kemur
sem steypuefni, lábarin set, árset og vatnsnúið jökulset.
Lauslega er áætlað, að til vegaviðlialds liér á landi séu notaðir um
2 millj. m3 árlega af sandi, möl og mulningi til ofaníburðar, sem
mun þó hvergi nóg til að fullnægja æskilegu viðhaldi veganna.
Fyrirsjáanlegt er, að ofaníburðarþörfin mun aukast verulega næstu
árin. Lengi framan af var lítt vandað til ofaníburðarefna og gjaman
notazt við fyrstu sand- eða malargryfju, sem fyrir varð — og það
látið duga. Með auknum kröfum um betri vegi varð þó hrátt ljóst,
að vanda varð betur til vegagerðarinnar en áður, og að því kom
að lokum, að nokkur vegagerðarefni voru rannsökuð, áður en þau
voru notuð, enda má segja að frumskilyrði endingargóðra vega, sem
standast eiga þungaumferð, jafnt vetur sem sumar, séu rannsóknir
og nákvæm þekking á efnum, sem í veginn eru valin. Verður slík
þekking enn brýnni, þegar hafizt verður handa um að leggja slitlag
úr olíumöl á helztu þjóðvegi landsins, en nú hafa verið gerðar áætl-
anir um slíka vegalagningu frá Reykjavík upp í Borgarfjörð og um
Suðurlandsundirlendi að Stórólfshvoli. Fyrir nokkrum árum var
mikið rætt og ritað um rykbindingu þjóðveganna. Hefur Vega-
gerðin ásamt öðrum aðilum gert tilraunir með rykbindiefni í ná-
grenni Reykjavíkur, en því miður helur árangurinn ekki alltaf
orðið sem beztur. Má þar mest um kenna veðráttu og að ekki er
nægilegur vatnshalli á vegunum. Rigningarvatn leysir fljótlega
upp rykbindiefnið nema vegirnir séu vel hungumyndaðir og vatnið
renni því fljótt af þeim.
Dreifing og magn hinna lausu jarðlaga, sem notuð eru til ofaní-
burðar og steypugerðar, er mjög mismunandi í hinum ýmsu lands-
hlutum. í einstökum héruðum má lieita, að algjör þurrð sé slíkra
efna, en gnægð ofaníburðarefna í öðrum. Má t. d. nefna annars
vegar Skaf'tafellssýslur, þar sem mikið er af lausum jarðefnum en
hins vegar má benda á Mýrasýsln, þar sem mikill skortur er á