Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 79 nefnt ýrais dæmi þess, að auk þess að kanna eitthvert fyrirbæri í náttúrunni með athugunum, sé hægt að bregða upp mynd á eðlis- fræðilegum forsendum. Sú leið er engan veginn einhlít, en hún getur verið mjög gagnleg fyrir athugandann, bent honum á hvað skuli kanna og livernig skuli túlka. Túlkanir, sem stangast á við eðlisfræðileg grundvallarlögmál, eru örugglega rangar. Þannig held ég, að við hliðina á athugunum eigi að leggja áherzlu á eðlisfræðileg sjónarmið og gæti þá einkum almenn jarðfræði orðið tvískipt á lík- an hátt og eðlisfræðin, þ. e. í reikningslegan hluta eða teoretískan og athuganahluta og væru það yfirleitt ekki sömu mennirnir, sem fjölluðu um báða hlutana, því að þeir útheimta mismunandi menntun og reynslu. Jarðfræði og hliðargreinar Næsta atriði varðar samband jarðfræði við hliðargreinar. Um ýmsa krafta og atburði í náttúrunni í nútímanum fjalla yfirleitt sérstakar fræðigreinar. Þær eru yfirgripsmeiri en svo, að jarðfræð- ingar geti tileinkað sér þær til fulls og sumar krefjast verulegrar þekkingar í eðlisfræði eða stærðfræði. Hér stendur jarðfræðingur frammi fyrir erfiðri spurningu: Hve mikið af þessum sérgreinum á hann að tileinka sér? Til skýringar má nefna nokkur dæmi. í túlkunum sínum fjallar jarðfræðingur um veðráttu, áhrif vinda, sjávar við strönd og úti á ýmsu dýpi. Hvað á hann að fara langt út í veðurfræði og haffræði? Mundi það vera honum styrkur að þekkja vel þessar greinar? Ef til vill, en hann verður að tak- marka sig. En hann verður að vera við því búinn, að rnenn úr þessum greinum, sem hefðu snúið sér að jarðfræði, kynnu að sjá eitthvað nýtt eða með öðrum augum en jarðfræðingur. Annað dæmi er árset. Auk jarðfræðinnar fjallar um það efni sérgrein, sem kalla má aurburðarfræði. Hún beitir módeltilraunum og flóknum eðlisfræðilegum reikningum til að fá sem réttasta mynd af dreifingu aursins eftir hæð frá árbotni og fleira í sambandi við framburðinn og rennslið. Ef til vill snertir þessi sérrannsókn jarðfræðina ekki svo mjög sem stendur, og þó má hugsa sér, að víðtæk þekking á þessu sviði geti opnað nýja túlkunarmöguleika á fornum árframburði, og hvenær sem vera skal gætu þarna komið fram atriði, sem jarðfræðina varða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.