Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 26
72 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN margra margbrotinna keilufjalla, með sigkötlum, keilugöngum og myndun margs konar gosbergs, ekki aðeins súrs og basísks, heldur einnig allra millistiga þar á milli. Bæði í tertíerum og pleistósenum myndunum hefur fundizt allmikið af flikrubergi. Til jarðeldafyrirbæra á íslandi ber og að telja, beint og óbeint, jarðhitann, og munu ekki önnur lönd heppilegri til rannsókna á flestu því, er lýtur að jarðhita og nýtingu lians. A síðustu árum hefur áhugi erlendra jarðvísindamanna á íslandi stórum aukizt. Ber hér ýmislegt til. Bættar samgöngur bæði innan- lands og við önnur lönd hafa vaklið því, að íslenzkar eldstöðvar eru nú miklu aðgengilegri en áður. Þetta hafa margir jarðfræðingar og jarðeldafræðingar fært sér í nyt. Þeir eru t. d. ófáir, sem á síðustu árum hafa haft hér nokkurra daga viðdvöl á flugferðum austur eða vestur um Atlantshaf og ferðast um landið, til Heklu, Mývatns- sveitar, Öskju o. s. frv. Síðustu þrjú eldgosin hérlendis, Heklugosið 1947/48, Öskju- gosið 1961 og Surtseyjargosið 1963/67 hafa vakið mikla athygli og þá Surtseyjargosið líklega mesta. Hinar yfirgripsmiklu og margþættu rannsóknir á „heimssprungu- kerfinu" (World Rift System) síðasta áratuginn liafa mjög beint athygli að íslandi og jarðeldabeltum þess, þar eð þau eru hluti af Miðatlantshryggnum og íslenzka „hryggjarstykkið“ miklu að- gengilegra til rannsókna en neðansjávarhlutar þess. Skipulagðar kynningaferðir jarðfræðinga til íslands hafa átt drjúg- an þátt í að kynna landið erlendum jarðfræðingum. Er þar einkum að nefna hálfsmánaðarferð með yfir 50 þátttakendum frá um 10 löndum í sambandi við alþjóðaþing jarðfræðinga í Kaupmannahöfn 1960, og árlegar ferðir norrænna jarðfræðinga með 25 þátttakend- um hvert ár, síðustu 5 árin. Þær ferðir eru að öllu leyti kostaðar af viðkomandi löndum og íslands þáttur sá einn að skipuleggja ferð- irnar og stjórna þeim. Sú hugmynd, að koma hér upp alþjóðlegri jarðeklarannsóknar- stöð undir norrænni yfirstjórn á rót sína að rekja til alls þess, sem hér hefur verið getið. Nokkur kynni af eldfjöllum og eldvirkni eru holl hverjum bergfræðingi, en þótt Norðurlönd, að Grænlandi með- töldu, séu yfir 3 milljónir ferkílómetra að flatarmáli, er þar hvergi virk eldfjöll að finna nema á íslandi. Framámenn í jarðfræði með frændþjóðum okkar, sem kynni hafa haft af íslandi, hafa því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.