Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 26
72
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
margra margbrotinna keilufjalla, með sigkötlum, keilugöngum og
myndun margs konar gosbergs, ekki aðeins súrs og basísks, heldur
einnig allra millistiga þar á milli. Bæði í tertíerum og pleistósenum
myndunum hefur fundizt allmikið af flikrubergi.
Til jarðeldafyrirbæra á íslandi ber og að telja, beint og óbeint,
jarðhitann, og munu ekki önnur lönd heppilegri til rannsókna á
flestu því, er lýtur að jarðhita og nýtingu lians.
A síðustu árum hefur áhugi erlendra jarðvísindamanna á íslandi
stórum aukizt. Ber hér ýmislegt til. Bættar samgöngur bæði innan-
lands og við önnur lönd hafa vaklið því, að íslenzkar eldstöðvar
eru nú miklu aðgengilegri en áður. Þetta hafa margir jarðfræðingar
og jarðeldafræðingar fært sér í nyt. Þeir eru t. d. ófáir, sem á síðustu
árum hafa haft hér nokkurra daga viðdvöl á flugferðum austur eða
vestur um Atlantshaf og ferðast um landið, til Heklu, Mývatns-
sveitar, Öskju o. s. frv.
Síðustu þrjú eldgosin hérlendis, Heklugosið 1947/48, Öskju-
gosið 1961 og Surtseyjargosið 1963/67 hafa vakið mikla athygli og
þá Surtseyjargosið líklega mesta.
Hinar yfirgripsmiklu og margþættu rannsóknir á „heimssprungu-
kerfinu" (World Rift System) síðasta áratuginn liafa mjög beint
athygli að íslandi og jarðeldabeltum þess, þar eð þau eru hluti
af Miðatlantshryggnum og íslenzka „hryggjarstykkið“ miklu að-
gengilegra til rannsókna en neðansjávarhlutar þess.
Skipulagðar kynningaferðir jarðfræðinga til íslands hafa átt drjúg-
an þátt í að kynna landið erlendum jarðfræðingum. Er þar einkum
að nefna hálfsmánaðarferð með yfir 50 þátttakendum frá um 10
löndum í sambandi við alþjóðaþing jarðfræðinga í Kaupmannahöfn
1960, og árlegar ferðir norrænna jarðfræðinga með 25 þátttakend-
um hvert ár, síðustu 5 árin. Þær ferðir eru að öllu leyti kostaðar af
viðkomandi löndum og íslands þáttur sá einn að skipuleggja ferð-
irnar og stjórna þeim.
Sú hugmynd, að koma hér upp alþjóðlegri jarðeklarannsóknar-
stöð undir norrænni yfirstjórn á rót sína að rekja til alls þess, sem
hér hefur verið getið. Nokkur kynni af eldfjöllum og eldvirkni eru
holl hverjum bergfræðingi, en þótt Norðurlönd, að Grænlandi með-
töldu, séu yfir 3 milljónir ferkílómetra að flatarmáli, er þar hvergi
virk eldfjöll að finna nema á íslandi. Framámenn í jarðfræði með
frændþjóðum okkar, sem kynni hafa haft af íslandi, hafa því