Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 22
68 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Þessi lótus og önnur skyld tegund voru málaðar á musterisveggi í Egyptalandi fyrir um fjögur þúsund árum. Hafa fundizt myndir af Faraó með lótusblóm sem höfuðdjásn. Lótusjurtir við Nílarfljót og víðar voru einnig hagnýttar til matar. Hinn hnútótti jarðstöng- ull er mjölvisríkur líkt og kartöflur. í garðtjörnum er sums staðar erlendis ræktuð hin undurfagra himinbláa nykurrós (N. gigantea) frá Ástralíu og íran. Blóm- in blá, ilmandi og allt að 30 cm í þvérmál. Hið bláa indverska lótusblóm (Nymphaea stellata) er frægt frá fornu fari. Finnast af því ævagömul málverk, tengd trúnni á Brama og Búdda. Rauð- blómgaðar nykurrósir vaxa einnig í Indlandi. Geta blóm nykur- rósa þannig verið hvít, gul, blá og rauð. Lótusblómin frá Indlandi og Egyptalandi teljast til nykurrósa- ættarinnar. En til eru einnig önnur „lótusblóm“ af annarri ætt, Nelumbo. Blöð þeirra eru skjaldlaga og standa upp úr vatninu á löngum stilkum. Blómin fögur með mörgum bikar- og krónublöð- um. Þessi Nelumbo-ætt var algeng víða um heim á tertiertíman- um, en nú eru aðeins tvær tegundir eftir. Það eru hin gulblómgaða Nelumbo lutea í Norður-Ameríku og N. nucifera eða N. Nelumbo, sem ber rósrauð blóm og vex frá Japan til Norðaustur-Ástralíu og Kaspíahafs. Er sótzt eftir henni í garðtjarnir og hefur svo verið í 30 aldir eða meir. Hún er líka tengd ýmsum trúarbragðasiðum í Asíu, t. d. Búddatrú, og hefur þess vegna lengi verið ræktuð við musteri í Kína og víðar. Nelumbo nelumbo er oft nefnd ekta lótusblóm og átti að gefa þeim, sem neyttu hennai', þægilega gleymsku. Blöðin eru kringlótt og standa á 1—2 m háum stilkum, með mjólkursafa í. Milli blaðanna koma fram rósrauð blóm, um 30 cm í þvermál. Fræin eru stór og þyngri en vatn. Þau virðast geta spírað mörg hundruð ára gömul. Hinn gildi jarðstöngull er mjölvisríkur og er etinn hrár eða soðinn, saltaður eða í ediki. Fræ- in eru einnig etin hrá, soðin eða glóðarsteikt, eftir að hið beiska kím hefur verið tekið burt. Kímið er notað til lyfja gegn hitaveiki, þarmsjúkdómum o. fl., og er í því eitrað efni, nelumbin. Ung blöð og blaðstilkar, blómhlíf og fræflar er einnig etið. Seyði jurtarinn- ar er notað til lyfja. Hinn öfug-keilulaga blómbotn með stilk er notaður til skreytinga, t. d. sem jólaskraut. Lótusblóm eru oft nefnd í bæði gömlum og nýjum bókmennt- um og hafa lengi haft á sér frægðarorð. Fögrum, austrænum kon-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.