Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 4
50 NÁTT Ú RUFRÆÐINGURINN auðæfi og náttúruskilyrði landsins og skapa fræðilegan grundvöll að frekari framkvæmdum, eftir því sem tíminn liði. Að vísu fór það svo, að hinn beini hagnýti árangur rannsókn- anna varð minni en upphaflega mun hafa verið til ætlazt, en vís- indaárangurinn þeim mun meiri. Þó getum vér ekki sagt um, hvað gerzt hefði, ef meinleg örlög hefðu ekki gripið svo hatramlega í taumana og raun varð á um drukknun Eggerts hinn 30. maí 1768, sem olli því, að honum gafst ekki færi á að neyta þekkingar sinnar og áhuga við hagnýt verkefni. í ár eru þannig liðin 200 ár frá þess- um sorgaratlnirði, þess vegna viljum vér nú rifja upp nokkur atriði um Eggert Olafsson, þótt raunar hafi fleira verið um hann ritað en flesta aðra merkismenn aldar hans. Eggert Ólafsson fæddist í Svefneyjum á Breiðafirði 1. desember 1726. Foreldrar hans voru Ólafur bóndi Gunnlaugsson og kona lians, Ragnhildur Sigurðardóttir. Voru þau merkishjón í hvívetna, fastlynd, atorkusöm og vel mennt á þeirra tíma vísu. Ættmenn þeirra og nánustu forfeður voru búsettir þar við Breiðafjörðinn. Eggert ólst að mestu upp hjá móðurbróður sínum, Guðmundi Sig- urðssyni, sýslumanni á Ingjaldshóli. Hann var hinn lærðasti mað- ur, áhugasamur um þjóðlegar menntir og háttu og lærður vel í heimspeki, siðavandur og hinn merkasti embættismaður. Er ljóst, að hann hefur haft veruleg áhrif á lífsstefnu fóstra síns eins og hún síðar var mörkuð. Eggert stundaði nám í Skálholtsskóla og siðar í Hafnarháskóla með tilstyrk Guðmundar fóstra síns. Stúdentsprófi lauk hann á til- settum tíma 1746 með góðum vitnisburði, og þótti hann þá þegar mjög fyrir skólabræðrum sínum um flesta hluti. I ævisögu hans segir síra Bförn Halldórsson, „að hann sneiddi sig hjá öllum hrekkjatiltækjum skóladrengja, jrótt hann væri glaðlyndur að lík- indum aldurs síns og leikinn í meira lagi“. Vera má þó, að full- djúpt sé hér tekið í árinni, því að saga Eggerts Olafssonar hefur frá öndverðu verið sögð með nokkrum helgisögublæ, sem minnir á sögur dýrlinga hinnar kaþólsku kirkju. Þó er sennilegt, að þegar í skóla hafi komið fram alvörugefni hans, sem ræktuð hefur verið af siðavöirdu uppeldi fóstra hans. Mun hann og hafa verið stoltur nokkuð, svo sem löngum hefur verið dómur aljrýðu manna um hann. Ekki er fyllilega ljóst, á hver fræði Eggert lagði einkum stund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.