Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 38
84
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
kennari með sérmenntun í jarðfræði. Kemur þarna ekki til sinnu-
leysi skólayfirvalda um jarðfræði, heldur skortur á hæfum jarð-
fræðingum, sem fúsir væru tii að taka að sér kennsluna.
Náttúrufræði hefur verið kennd við stærðfræði- og máladeildir
menntaskólanna í þrjár stundir vikulega í þremur efstu bekkjum
skólanna. Reglugerð menntaskólanna setur ekki ströng ákvæði um
skiptingu þessara stunda á einstakar greinar náttúrufræðinnar, en
rösklega einum vetri mun undanfarið hafa verið varið til kennslu
í jarðfræði ásamt veðurfræði og örstuttu ágripi af haffræði, a. m. k.
í skólunum hér í Reykjavík.
Síðasta vetur var starfandi í fyrsta sinn hérlendis náttúrufræði-
deild við Menntaskólann á Akureyri. Menntaskólinn við Hamra-
hlíð í Reykjavík mun hefja kennslu í náttúrufræðideild á hausti
komanda, og samtímis verður tekið upp við Menntaskólann að
Laugarvatni valgreinakerfi, þar sem m. a. verður gefinn kostur á
verulega auknu náttúrufræðinámi, bæði innan stærðfræðideildar
og máladeildar skólans, svo að svarar nokkurn veginn til náttúru-
fræðideilda hinna skólanna tveggja. Frá menntadeild Kennaraskóla
íslands brautskráðust stúdentar í fyrsta sinn í vor sem leið. Þeir
geta valið um nokkrar valgreinar, meðal annars allmikið nám í
náttúrufræði.
Menntaskólinn í Reykjavík liefst ekki enn að um stofnun nátt-
úrufræðideildar eða valgreinakerfis, meðaf annars vegna þrengsla.
Skipulag náttúrufræðideildanna og valgreinakerfisins er alls stað-
ar enn í deiglunni, svo að of snemmt er að greina frá fyrirkomu-
lagi kennslu og væntanfegri námsskrá. En greinilega er alls staðar
stefnt að verulegri aukningu námsefnis bæði í jarðfræði og öðrum
hlutum náttúrufræðinnar, jafnframt því sem dregið verður úr kröf-
um í sumum hlutum stærðfræðinnar miðað við námsefni stærð-
fræðideildar. Eðlisfræði verður sennilega aðeins minni en í stærð-
fræðideild, en aukið verður við suma þætti efnafræðinnar.
í Menntaskólanum við Hamrahlíð verður 1. bekkur skólans
óskiptur (en það á raunar við um afla menntaskólana). 2. bekkur
greinist svo í stærðfræðideild og máladeildir tvær: nýmála- og forn-
máladeild. í 3. bekk skiptist stærðfræðideildin í tvennt: eiginlega
stærðfræðideild og náttúrufræðideild, og helzt sú skipting upp 3. og
4. bekk skólans til stúdentsprófs.
Skipulag náttúrufræðideildar á Akureyri er í höfuðdráttum eins