Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 38
84 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN kennari með sérmenntun í jarðfræði. Kemur þarna ekki til sinnu- leysi skólayfirvalda um jarðfræði, heldur skortur á hæfum jarð- fræðingum, sem fúsir væru tii að taka að sér kennsluna. Náttúrufræði hefur verið kennd við stærðfræði- og máladeildir menntaskólanna í þrjár stundir vikulega í þremur efstu bekkjum skólanna. Reglugerð menntaskólanna setur ekki ströng ákvæði um skiptingu þessara stunda á einstakar greinar náttúrufræðinnar, en rösklega einum vetri mun undanfarið hafa verið varið til kennslu í jarðfræði ásamt veðurfræði og örstuttu ágripi af haffræði, a. m. k. í skólunum hér í Reykjavík. Síðasta vetur var starfandi í fyrsta sinn hérlendis náttúrufræði- deild við Menntaskólann á Akureyri. Menntaskólinn við Hamra- hlíð í Reykjavík mun hefja kennslu í náttúrufræðideild á hausti komanda, og samtímis verður tekið upp við Menntaskólann að Laugarvatni valgreinakerfi, þar sem m. a. verður gefinn kostur á verulega auknu náttúrufræðinámi, bæði innan stærðfræðideildar og máladeildar skólans, svo að svarar nokkurn veginn til náttúru- fræðideilda hinna skólanna tveggja. Frá menntadeild Kennaraskóla íslands brautskráðust stúdentar í fyrsta sinn í vor sem leið. Þeir geta valið um nokkrar valgreinar, meðal annars allmikið nám í náttúrufræði. Menntaskólinn í Reykjavík liefst ekki enn að um stofnun nátt- úrufræðideildar eða valgreinakerfis, meðaf annars vegna þrengsla. Skipulag náttúrufræðideildanna og valgreinakerfisins er alls stað- ar enn í deiglunni, svo að of snemmt er að greina frá fyrirkomu- lagi kennslu og væntanfegri námsskrá. En greinilega er alls staðar stefnt að verulegri aukningu námsefnis bæði í jarðfræði og öðrum hlutum náttúrufræðinnar, jafnframt því sem dregið verður úr kröf- um í sumum hlutum stærðfræðinnar miðað við námsefni stærð- fræðideildar. Eðlisfræði verður sennilega aðeins minni en í stærð- fræðideild, en aukið verður við suma þætti efnafræðinnar. í Menntaskólanum við Hamrahlíð verður 1. bekkur skólans óskiptur (en það á raunar við um afla menntaskólana). 2. bekkur greinist svo í stærðfræðideild og máladeildir tvær: nýmála- og forn- máladeild. í 3. bekk skiptist stærðfræðideildin í tvennt: eiginlega stærðfræðideild og náttúrufræðideild, og helzt sú skipting upp 3. og 4. bekk skólans til stúdentsprófs. Skipulag náttúrufræðideildar á Akureyri er í höfuðdráttum eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.