Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 32
78
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Eðlisfræði og aktualitetsprinc'ip
í framhaldi af þessu er ekki ófróðlegt að kasta fram þeirri spurn-
ingu, liversu djúpt eðlisfræði geti gripið inn í jarðfræði. Allir þeir
kraftar, sem eru að verki í náttúrunni og skapa þau efni, sem jarð-
fræðingur fæst við, lúta eðlisfræðilegum og efnafræðilegum lög-
málum og eðlisfræðingur kynni þá að freistast til að álykta, að jarð-
fræði væri angi af hagnýtri eðlisfræði og hinn rétti grundvöllur
hennar væri því eðlisfræði. En þá hefði honum yfirsézt grundvallar-
atriði. Að vísu er það rétt, sem að ofan var sagt unr verkun eðlis-
fræðilegra lögmála, en því meginatriði verður að bæta við, að yfir-
leitt hafa hinir eðlisfræðilegu þættir verið svo margir og samspil
þeirra svo margbrotið, að með öllu er óhugsandi að meðhöndla þetta
samspil eftir eðlisfræðilegum aðferðum eða að leiða út árangurinn
á þann hátt. Hin raunverulega atburðarás verður aðeins rakin á
grundvelli leifa eftir hin ýmsu stig, en það jafngildir jrví að segja,
að jarðfræðin sé í innsta eðli sínu söguleg fræðigrein.
Við þetta eru rannsóknaraðferðir hennar miðaðar. Reynslan
hefur kennt, hvaða leiðir séu í höfuðatriðum færar, en þær felast
í kennisetningunni um nútímann sem lykil að fortíðinni. Þetta er
þannig skilið, að athuganir á nútímanum séu grundvöllurinn. Hér
gæti eðlisfræði þó átt meiri þátt í könnunum en hún á yfirfeitt.
Tökum sem dæmi þessa spurningu: Getur fjallshlíð orðið svo
brött, að fyllur falli fram úr henni? Ut frá stöðugleikasjónarmiðum
er óhætt að fullyrða, að þetta geti gerzt, en tæpast mun lögð
áherzla á slíka reikninga í jarðfræðikennslubók, heldur er leitað
að dæmum í náttúrunni og þau lögð til grundvallar. Annað dærni
væri t. d. spurningin um útbreiðslu ösku. Veðurfræðingur gæti
lagt fram útreikninga byggða á svifgetu, vindhraða, tíðleika vind-
stefnu o. II. um mögulega útbreiðslu. Þetta væru ekki aðeins upp-
lýsingar varðandi það, sem getur gerzt í nútímanum, heldur einnig
í fortíðinni, Jrar sem það er byggt á afgildum lögmálum. Og mér
er spurn: Væri ekki safn af t. d. 100 reiknuðum módelum góð mynd
af því, sem getur gerzt, jafnvel á ýmsan lrátt fullkomnari en sú
mynd, sem fengist af athugun t. d. 5 raunverulegra tilfella? Með
þessu er ég auðvitað ekki að véfengja gildi athugana heldur að
undirstrika, að til séu tvær mismunandi feiðir að markinu og að
til samans gefi Jnær fyllri mynd en hvor aðferðin fyrir sig. Ég gæti