Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 73 lengi talið það æskilegt, að einhverjum norrænum jarðfræðingum gæfist kostur á að dvelja á Islandi ár eða svo og vinna hér að jarð- fræðilegum viðfangsefnum. Hver átti upprunalegu hugmyndina að jarðeldarannsóknarstöð hér skal ósagt látið. Hún er ein þeirra hugmynda, sem eins og hafa legið í loftinu um hríð og vakna síðan á fleiri stöðum svo að segja samtímis. í Cataníu á Sikiley hefur um nokkurt skeið verið rekin alþjóðleg jarðeldarannsóknarstöð undir stjórn hins þekkta jarðeldafræðings Alfred Rittmanns. Sú stöð er styrkt af Unesco og er í nokkrum tengslum við háskólann í Cataníu, en að mestu leyti rekin sem sjálfstæð stofnun. Það eru þó nokkur ár síðan tekið var að hreyfa því á ráðstefnum jarðfræðinga og jarðeðlisfræðinga, að æskileg væri hliðstæð stöð á Islandi. Hafa ítalskir jarðeldafræðingar talið réttast, að slík stöð yrði eins konar undirdeild þeirrar ítölsku, en íslenzkir fulltrúar á |)essum ráðstefnum hafa ekki verið sérlega hrifnir af þeirri hug- mynd og notið stuðnings norrænna og amerískra kollega um þá skoðun, að slík stöð, ef reist yrði á íslandi, yrði óháð þeirri ítölsku, en hefði að sjálfsögðu góða samvinnu við hana. Prófessor Tom F. W. Barth í Osló, hinn víðkunnasti núlifandi norrænna jarðfræðinga, og forseti alþjóðasaml)ands þeirra, hefur skrifað um þetta atriði: „At tenke seg studierne i Island underlagt et italiensk institut synes jeg er at sette tingene pá hovedet. Selv- fölgelig bör et eventuelt institut pá Island söke et hjerteligt og fruktbringende samarbeide med institutet pá Sicilia, med The Volcanological Observatory pá Hawaii etc. Men de enestáende fenomener i Island, deres mangeartethet og mektighet — langt ud over hva Italia byr, gjör Island til hovedbölet.“ Skömmu eftir að Island gerðist aðili að Unesco kom hingað Fournier d’Albe, forstjóri þeirrar deildar þessarar stofnunar er fjallar um jarðeðlisfræði og skyld vísindi. Ræddi hann við mig og Guðmund Sigvaldason og líklega fleiri urn möguleikana á að koma hér upp jarðeldarannsóknastöð, sem Unesco ætti einhverja aðild að og gæti styrkt vísindamannaefni frá þróunarlöndunum til rann- sókna við slíka stöð. A sameiginlegum fundi jarðfræðinga og jarð- eðlisfræðinga í Ottawa í sept. 1965, er fjallaði um heimssprungu- kerfið, var rætt um nauðsyn þess að koma upp nokkrum nýjum jarðeldarannsóknastöðum, m. a. í Mið-Ameríku og á íslandi. Var áherzla lögð á það, að tryggja slíkum stöðvum fjárhagslegan grund-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.