Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 22

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 22
68 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Þessi lótus og önnur skyld tegund voru málaðar á musterisveggi í Egyptalandi fyrir um fjögur þúsund árum. Hafa fundizt myndir af Faraó með lótusblóm sem höfuðdjásn. Lótusjurtir við Nílarfljót og víðar voru einnig hagnýttar til matar. Hinn hnútótti jarðstöng- ull er mjölvisríkur líkt og kartöflur. í garðtjörnum er sums staðar erlendis ræktuð hin undurfagra himinbláa nykurrós (N. gigantea) frá Ástralíu og íran. Blóm- in blá, ilmandi og allt að 30 cm í þvérmál. Hið bláa indverska lótusblóm (Nymphaea stellata) er frægt frá fornu fari. Finnast af því ævagömul málverk, tengd trúnni á Brama og Búdda. Rauð- blómgaðar nykurrósir vaxa einnig í Indlandi. Geta blóm nykur- rósa þannig verið hvít, gul, blá og rauð. Lótusblómin frá Indlandi og Egyptalandi teljast til nykurrósa- ættarinnar. En til eru einnig önnur „lótusblóm“ af annarri ætt, Nelumbo. Blöð þeirra eru skjaldlaga og standa upp úr vatninu á löngum stilkum. Blómin fögur með mörgum bikar- og krónublöð- um. Þessi Nelumbo-ætt var algeng víða um heim á tertiertíman- um, en nú eru aðeins tvær tegundir eftir. Það eru hin gulblómgaða Nelumbo lutea í Norður-Ameríku og N. nucifera eða N. Nelumbo, sem ber rósrauð blóm og vex frá Japan til Norðaustur-Ástralíu og Kaspíahafs. Er sótzt eftir henni í garðtjarnir og hefur svo verið í 30 aldir eða meir. Hún er líka tengd ýmsum trúarbragðasiðum í Asíu, t. d. Búddatrú, og hefur þess vegna lengi verið ræktuð við musteri í Kína og víðar. Nelumbo nelumbo er oft nefnd ekta lótusblóm og átti að gefa þeim, sem neyttu hennai', þægilega gleymsku. Blöðin eru kringlótt og standa á 1—2 m háum stilkum, með mjólkursafa í. Milli blaðanna koma fram rósrauð blóm, um 30 cm í þvermál. Fræin eru stór og þyngri en vatn. Þau virðast geta spírað mörg hundruð ára gömul. Hinn gildi jarðstöngull er mjölvisríkur og er etinn hrár eða soðinn, saltaður eða í ediki. Fræ- in eru einnig etin hrá, soðin eða glóðarsteikt, eftir að hið beiska kím hefur verið tekið burt. Kímið er notað til lyfja gegn hitaveiki, þarmsjúkdómum o. fl., og er í því eitrað efni, nelumbin. Ung blöð og blaðstilkar, blómhlíf og fræflar er einnig etið. Seyði jurtarinn- ar er notað til lyfja. Hinn öfug-keilulaga blómbotn með stilk er notaður til skreytinga, t. d. sem jólaskraut. Lótusblóm eru oft nefnd í bæði gömlum og nýjum bókmennt- um og hafa lengi haft á sér frægðarorð. Fögrum, austrænum kon-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.