Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 48
94
NÁTTÚRUFRÆÐINGURI N N
Rannsóknastarfseminni er skipt í jarðfræðilegar, jarðeðfisfræði-
legar og jarðefnafræðilegar rannsóknir, ennfremur rannsóknir á
borholum og vinnsluathuganir á jarðhitasvæðum við langvarandi
nýtingu. Ráðgjafastarfsemin er að verulegu leyti vegna borana
eftir lieitu og köldu vatni. Einn stærsti þáttur í hagnýtum rann-
sóknum deildarinnar er jarðhitaleit, sem miðar að könnun jarð-
hitasvæða vegna borana eftir vatni og gufu. Við þessa leit er beitt
margvíslegum jarðfræðilegum, jarðefna- og jarðeðlisfræðilegum að-
ferðum, og fer val þeirra eftir aðstæðum og fjárhagsgetu þess, sem
um rannsókn biður. Við jarðliitaleit á einstökum bæjum er þannig
gerð jarðfræðileg rannsókn á nánasta umhverfi staðarins, og er
tilgangur hennar að kanna, hvort líkur séu á heitu vatni á tiltölu-
lega litlu dýpi. Það, sem helzt er litið eftir, er þykkt yfirborðslaga,
gerð berggrunns, halli berglaga, brotlínur og gangar. Jafnframt
gefur efnagreining á vatni úr hverum og laugum í nágrenni vís-
bendingu um uppruna vatnsins og liita þess djúpt niðri. Ef ástæða
þykir til, eru gerðar segulmælingar til að leita uppi ganga og brot-
línur og mæld er rafleiðni berglaga, sem gefur vitneskju um hita
vatns í þessum lögum. Þessar mælingar nægja yfirleitt til könnunar
á efstu 200 m jarðar, enda lætur nærri, að borkostnaður við dýpri
holur en 200—300 m sé ofviða einstaklingum.
Ef margir einstaklingar, sveitarfélög eða kaupstaðir standa að
borun, er unnt að verja meiri vinnu til áðurnefndra rannsókna.
Eru oft boraðar um 100 m djúpar holur til að kanna hitastigul í
berggrunni, og fer ákvörðun um dýpri borun eftir því, hve hratt
hitinn vex, svo og eftir jarðfræðilegum líkum.
Á síðustu árum hefur verið lögð áherzla á heildarrannsókn jarð-
liita stærri landsvæða til þess að fá betri mynd af rennsli heita
vatnsins undir þeim. Mætti þar til nefna Borgarfjörð, Reykjanes-
skaga og Suðurlandsundirlendi. í þessu skyni hefur verið unnið að
jarðfræðilegri kortlagningu þessara svæða og gerðar ítarlegar efna-
greiningar á vatni úr flestum hverum og laugum. Hafa þessar el’na-
greiningar verið unnar í samvinnu við Rannsóknastofnun Iðnaðar-
ins og Raunvísindastofnun Háskólans, en hún hefur gert mælingar
á tvívetni og þrívetni, sem nota má til athugana á rennsli grunn-
vatns og til aldursgreiningar vatnsins.
Þá hefur jarðhitadeild framkvæmt umfangsmiklar mælingar á
þyngdarafli og lagskiptingu efsta hluta jarðskorpunnar undir ís-