Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 21
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN
145
seti og stigu svo margir gufumekkir upp frá því, að dalurinn hlaut
nafnið Tíuþúsundreykjadalur (Valley of Ten Thousand Smokes).
Toppur eldkeilunnar var horfinn og var þar nú rnikill ketill eða
askja. Lengi var talið, að fjallið ltefði sprengt af sér toppinn og
að gjóskuhlaupssetið í Tíuþúsundreykjadal ætti þar upptök sín, en
nú munu flestir þeirrar skoðunar, að ignimbrítið í dalnum, sem er
allt upp í 210 m þykkt (rúmmál um 10 km3) liafi kornið upp
úr sprengigíg, sem fékk nafnið Novarupta, og er efst í dalnum, við
rætur Katmai, og einnig að einhverju leyti úr sprungum efst í
dalnum, en hafi rýmt kvikuþró undir Katmai, sem síðan liafi
hrunið saman og sé askjan að mestu afleiðing þess, en einnig mun
hafa gosið úr hátindi fjallsins. Einkennandi fyrir ignimbrítið í
Tíuþúsundreykjadal, og raunar fyrir ignimbrítlög almennt, áður en
þau taka að rjúfast af vatni, er hið slétta yfirborð þeirra. Þeim er
fyrstir komu á vettvang þótti sem um eggslétt gólf væri yfir að
líta. Nú hafa ár og lækir þó grafið djúp gil í setið (mynd V b).
Síðan farið var að gefa ignimbríti verulegan gaum, nú á síðustu
áratugum, hefur komið í ljós, að það er miklu útbreiddara en jarð-
fræðinga hafði órað fyrir. Einkum er stórkostleg lög af því frá Mið-
öld og Nýöld að finna víða um heim, svo sem í Idaho, Montana,
Wyoming og Utah í Bandaríkjunum, í Mið- og Suður-Ameríku,
Japan, Indónesíu og víða annars staðar. í Evrópu mun mest um
það á Italíu. Lengsti ignimbrítstraumur, sem mér er kunnugt um,
frá Aso elfjallinu á Kjúsjú í Japan, er um 100 km langur. Það er
mönnum nokkur ráðgáta, hvernig gjóskuhlaup getur borizt svo
langt, en skýringin er a. m. k. að nokkru sú, að hlaupmassinn er
það sem kallað er fluidized, þ. e. svo mikið af lofti er í honum,
að hin einstöku korn eru ekki í stöðugri snertingu hvert við annað.
Ignimbrít á Islandi
Fyrstur til að lýsa ignimbríti á íslandi var Tómas Tryggvason
jarðfræðingur, sem fengið hafði mola af sérkennilegu grænu mola-
bergi austan úr Fáskrúðsfirði frá Ingólfi Davíðssyni gi'asafræðingi
sumarið 1948. Næsta sumar fór Tómas austur og kannaði þetta
berg bæði í Berufirði og Álftalirði og birti grein um það 1950.
Ekki Iiafði Tómas þá enn gert sér fyllilega ljóst, hvers konar berg
þetta var og taldi, að nánast væri um að ræða eðjustrauma (lahar)