Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 75
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
193
ingsmetrar. Slík smágos undir jökli gætu vel nægt til að orsaka
hlaupin, enda þótt þau hefðu ekki orku til að brjótast upp í gegn-
um nokkur hundruð nretra þykkan ís. I öðru lagi er svo hugsan-
legt, að vatn safnist fyrir undir jöklinum á sama hátt og á sér stað
í Grímsvötnum, og hlaupi svo, þegar vissri hæð er náð. Vitað er,
að nrikil hverasvæði eru undir jöklinum, og geta þau að sjálfsögðu
haft veruleg áhrif í þessu sambandi.
HVERFISFLJÓT
Hverfisfljót kemur undan jökli allmiklu austar en Skaftá og byrj-
ar vatnasvið þess lítið eitt vestan við Eldborgaraðirnar, eins og áður
er getið, og er norðurendi hennar nokkuð vestan við gossprunguna
frá 1783.
Eldborgaraðirnar hafa því gosið a. m. k. tvisvar. Rétt við norð-
austurenda gígaraðarinnar er nm 60 m hár gígur mjög reglulegur
og að mestu hlaðinn úr hraunkúlum (bombum) og gjalli.
Bæði Þorvaldur Thoroddsen og Guðmundur Kjartansson liafa
talið þennan gíg eldri en frá gosinu 1783, en Sigurður Þórarinsson
(1967) hallast liins vegar að því, að hann sé frá Skaftáreldum. Ekki
tel ég að það fari milli mála, að hann sé frá því gosi, enda hefur
hraun frá honum að mestu fært í kaf lítinn eldri gjall- og öskugíg
örskammt vestar. Litlar hrauntraðir liggja frá stóra gígnum til suð-
vesturs og hverfa undir gjallið í gígnum sjálfum.
Álma úr stærri hrauntröðum suðaustan undir gígnum sameinast
þeim og taka þar með af allan efa um að um samtíma myndun er
að ræða. Norðvestur af gígaröðinni frá 1783 er allstórt gervigíga-
svæði, sem tilheyrir Skaftáreldahrauni. Gervigígir eru raunar víðar
í því, t. d. norðaustur af Blæng og víðar. Svo er að sjá sem gjall-
gígurinn stóri sé eitthvað að síga saman, því alveg ferskar hring-
laga sprungur mátti sjá í gjallinu meðfram gígskálinni, er við Ing-
var Birgir Friðleifsson gengum á þennan gíg þann 28. júlí 1968.
Þess má geta, að ég tel, að á a. m. k. þrem stöðum í Austurgjánni
(þ. e. gígaröðinni austan Laka) séu eldri gígir en frá 1783, en ekki
skal nánar um það fjallað hér.
Margar smáar jökulkvíslar falla í Hverfisfljót uppi við jökul um
aura og sanda. Vel geta á þessu svæði verið hraun hulin sandi, þó
13