Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 87
NÁTTÚRUF RÆÐINGURINN
205
vestan Miklaíells, Núpahraun og Rauðabergshraun, eru frá sama
tíma.
Hvað Djúpá varðar má líklegt telja, að hún hafi áður runnið
eftir þeim sama dal sem hún nú rennur, a. m. k. hefur þar á
runnið. Og aftur kom hún í dalinn sinn eftir gosið og tók til við
að sverfa úr honum hraunið, en fremst í honurn hafði það jafnvel
fyllt hann svo að út af flóði. Þannig hefur smáspýja úr hrauninu
fallið um þrönga skoru og ofan í Garðahvamm.
Fremst í gljúfri Djúpár, vestan undir Rauðabergsmúla (11.
mynd), milli Gufufoss og neðstu fossanna, má sjá að áin er nú ný-
búin að kornast gegnum hraunið og aftur tekin til við að sverfa
þær klappir, sem hún varð frá að hverfa fyrir öldum. Við neðsta
fossinn má sjá skemmtilega mynd af því, hvernig liraunfossinn hef-
ur fallið fram af hinni fornu fossbrún í gljúfrinu og orðið að
hörðu bergi. Áin hefur grafið burtu hið gjallkennda botnlag
hraunsins, en kjarni þess er nú steingerður foss, og stendur vestasti
hluti hans ennþá.
Svo aftur sé vikið að Hverfisfljóti má geta þess, að í Landnámu
er það nefnt Almannafljót og í Hauksbók Landnámu segir: „áðr
Almannafljót hlypi, var það kallat Raptalækr". í Þórðarbók er
nafnið Tóptalækr notað (Sveinsson 1948). Ekki er mér kunnugt
um, að það örnefni sé til nú, enda má vel vera að lækur sá hafi
lent undir hrauninu 1783. Sæmundur Hólrn getur um læk með
þessu nafni og segir hann renna í Hverfisfljót að austanverðu
(Sveinsson op. sit.). Hversu örugg heimild Sæmundur er urn þetta
mál skal ósagt látið, víst er hins vegar, að á korti hans er bæja-
röðin í Landbroti langt frá því að vera rétt, og hefði honum þó
átt að vera hún kunn. Hvað sem öllu þessu líður er svo að sjá
sem í upphafi íslandsbyggðar hafi hlaup komið í Hverfisfljót, og
nafnbreytingin bendir til þess að verulegar breytingar hafi þá orð-
ið á því vatnsfalli hvað stærð snertir, því frá því að hafa verið
kallað lækur verður það eftir hlaupið að fljóli.
Það er vel hugsanlegt að þetta hafi átt sér stað í sambandi við
eldgos undir jökli, en líka gæti verið um hlaup í jöklinum sjálf-
um að ræða, J). e. að jökullinn hafi Jrá hlaupið frarn, eins og vitað
er að hann gerir öðru hvoru. Árnar allar á Jressu svæði eru mjög
háðar öllum breytingum jökulsins, og eins og áður getur er land
við jökulröndina á Jjessum slóðum mjög hallalítið, og ekki þarf