Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 104
222
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
hitagildi og öskumagni. Aska er yfirleitt mikil í íslenzka mónum,
en hún er þó aðallega í lögum (eldfjallaaska).
Þegar efnagreind voru sýni af þurrum stungumó frá einstökum
sveitabæjum fékkst yfirfeitt betri útkoma en úr sýnum, sem síðar
voru tekin með bor í mýrunum. Ástæðan er væntanlega sú, að
þegar stungumór er tekinn eru öskulögin hreinsuð burt, ef þau
lenda á mótum stungulaga. Einnig munu öskulög í einstökum
mókögglum ekki hafa verið tekin með í sýni til rannsóknar. Saman-
burður á mó og kolum til eldsneytis er þannig, að góður, loftþurr
mór hefur hálft brennslugildi og tvöfalda fyrirferð á við jafnþyngd
sína af kolurn, þ. e. það þarf um það bil 4 sinnum meira af mó
að fyrirferð til að gefa sama hita. Þess vegna þurfa eldhólf fyrir mó
að vera a. m. k. 4 sinnum stærri en fyrir kol. Mór er einnig að öðru
leyti ólíkur kolum sem eldsneyti. Til dæmis er hlutfallslega miklu
meira af reikulum efnum í mónum og askan hefur lægra bræðsfu-
mark.
Ef nota á mýrar sem ræktarland, þ. e. undir gras, hafra, bygg eða
skógrækt, eru aðrar rannsóknir sem skipta máli, svo sem ákvörðun
steinefna í efstu lögum; er þá átt við steinefni sem næringarefni
fyrir jurtir, fyrst og fremst aðalefnin, köfnunarefni, fosfór, kalí og
kalsím, en einnig snefilnæringarefni, svo sem kopar, mangan, bór
o. fl.
Öll notkun mýra verður að byrja á framræslu. Líða yfirleitt mörg
ár frá því, að skurðir hafa verið settir í mýri, þar tii hún er nægi-
lega þurr, hvort heldur er til mótöku eða ræktunar. Nú er mýra-
framræsla raunar stunduð af þvílíku kappi hér á landi á seinni
árum, að náttúrufræðingar hafa talið, að senn væri þörf á að vernda
einhverjar þeirra frá eyðingu.
En hvað er mýri? Það má kannski þykja óþarfi að skilgreina það.
En til er alþjóðfeg samþykkt frá árinu 1937 um það, hvernig mýri
skuli skilgreind (Mitt. der Int. Bodenkundlichen Gesellschaft XIII.
1. 1938):
Mýri er gróið landsvœði, sem hefnr torf eða mólag undir gras-
sverði, a. m. k. 30 cm á þykkt á óframræstu landi, en 20 cm á
þurrkuðu landi.
Ef taka á mó úr mýri má dýptin helzt ekki vera rninni en 2 m
á óframræstu iandi. Mýrar hér á landi eru yfirleitt 1—6 m á dýpt,
á stöku stað dýpri. Mesta módýpt í heimi hefur mælzt 20 m (Minne-