Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 106
224
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
þar sem lægst var. Á botninn söfnuðust einnig dýraleifar, t. d. skor-
dýraleifar, og einnig bárust frjó og fræ ýmissa plantna í fenin með
vindi. Steinefni bárust í fenin við áfok eða við það, að vatn flæddi
yfir og skolaði með sér sandi og leir frá hærri landssvæðum í kring.
En aðalefnið, sem safnast fyrir og fyllir fenin og mólögin myndast
af, eru leifar gróðursins, sem deyr á hverju hausti.
Mýrar myndast einnig á hallandi landi, þar sem úrkoma er mikil,
og eru slíkar aðstæður víða hér á landi.
Mór verður til við ófullkomna rotnun jurta, sem vaxa í mýr-
unum. Er þar einkum um að ræða grös, hálfgrös og mosa. Þó er
þar einnig að finna leifar trjákenndra jurta, einkum lyng, víði,
fjalldrapa og birki. Mólögin myndast af leifum gróðursins, sem deyr
á hverju hausti, og árlega leggst nýtt lag jurtaleifa ofan á það sem
fyrir er og yfirborð mýrarinnar hækkar smátt og smátt.
Vatnið í mýrunum er kyrrstætt, staðnað. Það er súrt og súrefnis-
snautt og þess vegna óhagstætt umhverfi fyrir lífsstarfsemi rotnunar-
gerla, sem eru loftkærir. Rotnunargerlarnir, sem þurfa súrefni til
lífsstarfsemi sinnar komast ekki að, vegna þess að loft skortir. í stað
eiginlegrar rotnunar kemur því hægfara húmusmyndun fyrir starf
loftfælinna gerla; viðbót af lífrænum efnum verður árlega meiri
en það sem hverfur við rotnun. Sumt af gróðrinum hverfur að vísu
á annan hátt, ef landið er nytjað, einkum við beit og áður fyrr við
slátt, þegar heyjað var á engjum.
Það er ljóst, að mór myndast einkum í röku, svölu loftslagi og
eiginlegt heimkynni mómýra er allt tempraða beltið nyrðra. í hita-
beltinu myndast reyndar einnig mýrar eða fen, þar sem rakt er og
heitt; rotnunin hefur þar ekki við vegna þess hve vöxtur gróðurs-
ins er ákafur, og höfuðskilyrðið, vatnssósa jarðvegur, er fyrir hendi.
Slíkar fenjamýrar er t. d. að finna á Malakkaskaga, Flórída og víðar.
Frægt dæmi um skógivaxna fenjamýri er The Dismal Swamp í Virg-
inía og Norður-Carólina í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þessi fen
eru 3800 km2 að stærð og aðeins fáein fet yfir sjó.
Ekki verða allar mýrar taldar til mómýra. Stundum hafa lægðir
og grunn vötn fyllzt af leðju eða leir vegna árennslis, og í dölum
meðfram ám og í óshólmum milli fljótakvísla er jarðvegur oft
mjög steinefnaríkur. Ekki er venja að tala um mómýri nema líf-
rænt efni sé a. m. k. helmingur þurrefnis.
Að gamalli þýzkri venju er mýrunum stundum skipt í lágmýrar