Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 111
N ÁT TÚRUFRÆÐINGURINN
229
Eggjahvítuefni ........................ 12—13%
Sellulósa.............................. 27—30%
Kolhydröt ............................ 55—58%
Fita og vax............................. 3—4%
Aska í þurrefni ....................... 10—12%
í velrotnum mó, sem myndaður væri af þessu grasi, er hvorki að
finna sellulósu né kolhydröt. hessi efni ásamt eggjahvítuefnum og
fleiri efnurn hafa ummyndazt í húmus.
Húmusefni er að mestu leyti lífrænar sýrur með háan sameindar-
þunga (1200—1500) og mynda sumar vatnsleysanleg alkalisölt. Húm-
ussýrur má þess vegna, a. m. k. sumar þeirra, leysa úr mónum með
þynntri lútarupplausn við stofuhita eða væga upphitun. En þær
l'ellast út aftur, þegar upplausnin er gerð súr með steinefnasýrum.
Sumar húmussýrur eru þó óleysanlegar með þessari aðferð og eru
sameindir þeirra mun stærri en þeirra leysanlegu.
Húmussýrur eru föst efni, dökk að lit, lítt þekkt að byggingu.
Þær eru að mestu óbundnar i mónum, en ef steinefni eru mikil
í mýrunum, eru sýrur þessar að nokkru leyti bundnar málmum,
einkum kalsími sem Ca-húmínat.
Lífræn efni eru sambönd kolefnis. Af öðrum frumefnum liafa
þau að geyma einkum súrefni, vatnsefni (vetni) og köfnunarefni og
sum þeirra auk þess brennistein, fosfór o. fl. Kolhydröt innihalda
auk kolefnis aðeins súrefni og vetni og eru þau tvö frumefni í
sömu hlutföllum og í vatni — þar af nafnið.
Eggjahvítuefni innihalda sömu frumefni og auk þess köfnunar-
efni.
Við gerjun í mýrunum fara burt loftkennd efni, kolsýra og meth-
an, svonefnt mýrargas, sem er elclfim lofttegund, er víða stígur
upp úr mýrum og fenjum. Báðar þessar lofttegundir innihalda kol-
efni. Breytingin í frumefnasamsetningu er þó á þann veg, að kol-
efnismagn hækkar hlutfallslega.
Sem dæmi má taka ummyndun sellulósu. Formúlu lyrir sellulósu
má í grófum dráttum skrifa þannig (C(iH, (,O-,),, og fyrir húmus
(C8H10O5)„.
Ummyndunin gæti verið þessi, í mjög einfölduðu formi:
2C0H10O5 -♦ C8H10O5 + 2C02 + 2CH4 + H20
Sellulósa Húmus Kolsýra Methan Vatn