Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 16
Klóelfting (Equisetum arvense) að vaxa upp úr gjóskunni úr Heklugosinu 1980. Myndin er tekin í júlílok sumarið 1989 við hraunjaðar Skjólkvíahrauns norðan Sauðafells. Undir 1980-gjóskunni er gjóska frá 1970, nauðalík. Equisetum arvense growing on the tephra from the Hekla eruption 1980. The picture is taken in July 1989. Ljósm. photo Páll Imsland. ir kafgrasi, þótt vikurinn þekti rótina. Sást óvíða greinilegar máttur gróðurs- ins í baráttunni við öskuna. Gróðri er svo farið um innanverða Fljótshlíð, að langmestur hluti lands- ins er valllendi, grundir og brekkur. Var þar grösugt mjög fyrir öskuna, enda veðursæld mikil. Uppi undir brekkum og í lautum og giljum var hið fegursta blómstóð, bæði stórvaxið og fjölskrúðugt, svo að víða var þar líkara yfir að líta skrúðgarði en út- haga. Ekki varð séð að gróður hefði beðið nokkurn varanlegan hnekki, þar sem öskulagið var innan við 5-6 cm, og allt upp undir 10-12 cm þykku öskulagi hafði gróðrinum tekizt að sigrast á að verulegu leyti. Þar sem það hins vegar var þykkara, mátti heita að engin gróðurnál hefði náð að skjóta upp kollinum. Þó mátti víða sjá þess merki, að gróður væri nokkru gisnari en eðlilegt væri, og einkum vantaði víðast hinn smávaxna undir- gróður, sem þéttir grasið og vitanlega eykur verulega heyfeng, ef um nytja- land er að ræða. Blómstóðin uppi um brekkurnar höfðu víða orðið harðar 10

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.