Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 27

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 27
OS 8910 0359 Hálendi mmm. Láglendi Laug Uppstreymil Hitunarsvæði ! t Hrærlrjg i------------j Opnun/sprunga Qangur/sprunga Varmanámsllkan af lághitakarfl Hálendi mmmm, Adrennsli 1 1 T 1 ll Uppstreymi 1 1 T ' I 1 ^ Hltnun 1 L 1 1 | t t t Varmaflæðl t ! i 1 Gangui/sprunga | Æstœtt llkan af lághitakorf I 2. mynd. Einföld framsetning á þeim tveimur líkönum, sem einkum hafa verið notuð til þess að skýra innri gerð og eiginleika lághitasvæða á íslandi. A er svonefnt æstætt líkan, oft kennt við Trausta Einarsson (1942) og Braga Árnason (1976), sem lengi var talið lýsa jarðhitasvæðum vel. B er svokallað varmanámslíkan, sem Gunnar Böðvarsson (1948, 1950, 1983) setti fram og nú er talið helst geta skýrt eðli stærri lághitasvæða landsins. Two different models of the low temperature activity in Iceland. A is the steady state model ofTrausti Einarsson (1942) and B a rnodel by Gunnar Bodvarsson (1983), which is capable of explaining the nature of the larger low temperature fields. TENGSL JARÐHITA VIÐ VIRKAR SPRUNGUR Brautryðjendur í rannsóknum lág- hitasvæða eins og Þorkell Þorkelsson (1910), Þorvaldur Thoroddsen (1910, 1925) og Trausti Einarsson (1937), veittu því athygli að heitt vatn kemur víða upp með berggöngum eða nær lóðréttum sprungum og gjarnan þar sem tvær slíkar brotalamir í jarðskorp- unni skerast. Seinni tíma jarðfræðir- annsóknir og jarðeðlisfræðimælingar á fjölmörgum jarðhitasvæðum víða um land sýna að laugar og volgrur koma víða upp í röð á beinni línu sem getur verið tugir eða hundruð metra á lengd. Víða má finna berggang eða sprungu undir laugaröðinni, eða örsk- ammt frá henni, sem bendir til þess að heita vatnið komi upp um sprunguna eða upp með bergganginum. Dæmi um tengsl lauga og sprungu er sýnt á 3. mynd. Hins vegar fer því fjarri að heitt vatn fylgi öllum berggöngum eða sprungum. Og þar sem svo er háttað, er jarðhitinn yfirleitt aðeins bundinn við nokkur hundruð metra langan kafla á gangi eða sprungu, sem getur verið fleiri kílómetrar að lengd. Berg- gangar geta verið æði misjafnir að gerð, sumir eru þéttir og ógegndræpir, aðrir krossprungnir og lekir. Þannig geta sumir gangar leitt vatn meðan aðrir og þá líklega flestir eru þéttir og eru hindranir á rennsli vatns. En það eru ekki eingöngu tengsl einstakra lauga og hvera við ákveðna ganga eða sprungur, sem vekja at- hygli. Líklegt er að mörg lauga- og hverasvæði séu tengd meginbrotalín- um, sprungustykkjum eða ganga- sveimum og þá einkum stöðum þar sem tvö brotasvæði skerast. Sem dæmi má nefna að Guðmundur Bárð- arson (1929) benti á að Reykjasvæðið í Mosfellssveit er í norðausturenda 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.