Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 28

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 28
3. mynd. Einifellshver í Norðurárdal í Borgarfirði. Sjá má að vatnið kemur upp um sprungu í berg- grunninum. A low temp- erature spring in W- Ice- land. The water is flowing up to the surface along a narrow fissure. Ljósm. photo Lúðvík S. Georgs- son. sprungustykkis, sem liggur um Krísu- vík, og skerst inn í eldri jarðlagastafla undir jarðhitasvæðunum í Mosfells- sveit. Telja verður mjög sennilegt að skjálftavirkni og gliðnun á sprungu- stykkinu sem liggur um Krísuvík eigi þátt í að skapa og halda við lághita- svæðunum í Mosfellssveit, sem eru með þeim öflugustu á landinu. í þessu samhengi má benda á að nokkur stærri jarðhitasvæði eru á stöðum þar sem brotabelti skera dali, sem hugsanlega eru merki um fornar brotalínur þó ekki sjáist önnur merki um þær. Allir helstu jarðhitastaðir um miðbik Skagafjarðar eru þar sem meg- inbrotabelti með norð-norðaustlæga stefnu gengur yfir dalinn, en hann hefur norð-norðvestlæga stefnu. Jarð- hitasvæðið um miðbik Eyjafjarðar er á þeim slóðum þar sem greinileg breyt- ing verður á stefnu dalsins, úr norð- norðvestri í norð-norðaustur. Eins og sýnt er á 1. mynd eru lág- hitasvæðin á Islandi nær eingöngu ut- an virku gosbeltanna og er greinilega misdreift um landið (4. mynd). Lang- flest og öflugustu jarðhitasvæðin eru vestan eystra gosbeltisins, en sáralítill jarðhiti er austan þess. Um ástæður þessa hefur Iítið verið fjallað. Ingvar B. Friðleifsson (1979) bendir á að lág- hitasvæði séu fyrst og fremst í dölum, sem liggja í stefnu ganga og mis- gengja. Telur hann að vatnið streymi á leið sinni frá hálendi til láglendis 20

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.