Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 32

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 32
skjálfta er urðu árið 1294. Þess eru einnig dæmi að skjálftar hafi áhrif á jarðhita í fjarlægum landshlutum. Ár- hver í Reykholtsdal í Borgarfirði lifn- aði myndarlega við Suðurlandsskjálft- ann 1896 og gaus með miklum krafti í heilt ár. En það er fleira en skjálftar, sem geta haft áhrif á sprungur í jarðskorp- unni og þar með rennsli jarðhitavatns. Landrek á íslandi verður í umbrota- hrinum, sem ganga yfir hluta gliðnun- arbeltisins, um það bil einu sinni á öld. í umbrotunum við Kröflu, 1975- 1985, urðu mælanlegar lóðréttar og lá- réttar hreyfingar á jarðskorpunni langt út fyrir Kröflusvæðið sjálft. Náðu þessar hreyfingar að minnsta kosti vestur í Ljósavatnsskarð og aust- ur á Hólsfjöll (Axel Björnsson 1985). Slíkar hreyfingar hljóta að hafa mikil áhrif á spennuástand í jarðskorpunni og þar með á jarðhitasprungur. í Kröfluumbrotunum varð ekki vart við breytingar á laugum og hverum á Miðnorðurlandi, en laugar í Keldu- hverfi hitnuðu til muna. Af ofangreindu drögum við þær ályktanir að lághitinn sé tengdur virk- um sprungum. Það þýðir að gera verður ráð fyrir að hreyfing verði á jarðskorpunni á landsvæðum eins og Vestfjörðum og innsveitum Norður- lands þótt ekki sé vitað um neina um- talsverða jarðskjálfta þar á sögulegum tíma. Ef þessi túlkun er rétt þýðir hún að mun meiri hreyfing oj> sprungumynd- un er á þeim hluta Islands, sem til- lieyrir Ameríkuplötunni en hinni sem tilheyrir Evrópuplötunni. I sjálfu sér þarf það ekki að koma á óvart. Svæð- ið austan eystra gosbeltisins er mynd- að að meira eða minna leyti út frá einu gosbelti meðan gosbelti á Vestur- landi hafa flust til auk þess sem þver- brotabelti eins og Suðurlandsskjálfta- beltið liggur vestan eystra gosbeltis- ins. Þverbrotabeltið á Suðurlandi er ekki samsíða sambærilegu belti við norðurströndina. Það kynni að valda togspennu í jarðskorpunni á Vestur- landi. Hugsanlega stendur Snæfells- nesgosbeltið í sambandi við slíkar tog- spennur. Skjálftavirkni á landinu bendir í sömu átt, en hún er nær ein- göngu bundin við plötuskilin og Am- eríkuplötuna (Páll Einarsson og Sveinbjörn Björnsson 1987). LEKT JARÐSKORPUNNAR Á ÍSLANDI Sveinbjörn Björnsson (1980) gerði tölulega athugun á því hvort hið æstæða líkan Trausta fengi staðist. Hann áætlaði t.d. heildarrennsli grunnvatns djúpt í jörðu, niður á 3-4 km dýpi, frá hálendi til láglendis. Til þess notaði hann sér, að margfeldi af lekt og þykkt berglagastaflans væri að meðaltali um 10'u nr\ Þetta margfeldi er nokkru lægra en lægstu gildi sem þá höfðu verið áætluð út frá prófunum á jarðhitaholum í tertíeru bergi í Eyja- firði og Borgarfirði. Þannig fékk Sveinbjörn töluna 2100 1/s fyrir stærð djúpa grunnvatnsstraumsins, sem er ámóta og heildarrennsli úr hverum og laugum á lághitasvæðum. Sveinbjörn dró þá ályktun að kenning Trausta um uppruna lághitans virtist í samræmi við grunnvatnsfræði og reyndar að svo væri einnig hvað varmaafl snerti. Nýjasta mat á lekt jarðlaga bendir hins vegar til þess að lektin sé yfirleitt mun minni en skammtímaprófanir á einstökum jarðhitaholum gefa til kynna. Lektartölur í Töflu 1 eru byggðar á viðbrögðum ýmissa jarð- hitakerfa við vinnslu í nokkur ár. Þetta eru bestu tiltæku upplýsingar um meðallekt jarðlagastaflans enda meðalgildi yfir mun stærri hluta hans, heldur en skammtímaprófanir gefa. 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.