Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 37
Hiti °C 40 50 60 70 80 90 100 9. mynd. Hiti í dýpstu borholunni aö Laugalandi í Eyjafirði. Sýndur er einn hitaferill (blár), mældur meðan á borun stóð. Holan er kæld vegna þess að köldu vatni var dælt niður í hana við borun. Hitatoppar eru þar sem æðar koma inn í holuna. Hinn ferillinn (rauður) sýnir hita í berginu umhverfis holuna eftir að hún hefur náð jafnvægi eftir bor- un. Einnig er sýndur svæðisbundinn hitastigull, sem er um 60 °C/km á þessum slóðum. Hiti í holunni ofan 1600 m er hærri en svæðisbundinn hiti en lægri þar fyrir neðan. Hiti í holunni fer hægt vaxandi niður á 2500 m dýpi, en mun örar þar fyrir neðan, sem bendir til þess að neðri mörk jarðhitakerfisins gætu verið á því dýpi. Temperature profiles frotn the deepest well in a geothermal field in the tertiary area in N lceland. Geothermal water is circulating at least down to 2500 m. skorpunnar undir íslandi, svo kallað lag 3. Þetta styður því þá hugmynd að hringrás lághitavatns nái að minnsta kosti niður í gegnum efri hluta jarð- skorpunnar. A 10. mynd er sýnd einfölduð mynd af lághitakerfi, sem myndast við hringr- ás vatns í sprungum og varmanám. RENNSLISTILRAUNIR Til þess að kanna hugmyndina um staðbundna hringrás vatns og varma- nám í lághitakerfum var gerð sérstök tilraun á jarðhitasvæðinu við Árbæ sunnan undir Ingólfsfjalli í Ölfusi (Ól- afur G. Llóvenz o.fl. 1987). Áður en boranir hófust við Árbæ kom svolítið af heitu vatni upp í nokkrum volgrum. Boraðar voru nokkrar holur og úr þremur þeirra hafa runnið samtals allt að 5 1/s af 50-100°C vatni. Ein hola var síðan boruð í um 600 m fjarlægð frá hinum og lenti hún í köldu vatnskerfi (18-19°C). Grunur lék á að þetta kalda 29

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.