Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 40
hefur lengi verið ljóst að til þess að skýra hið mikla afl slíkra svæða þyrfti vatnshringrásin að komast í nána snertingu við heitustu hluta innskot- anna (Gunnar Böðvarsson 1951, White 1968). Ein kenning um þetta er sú að vatnshringrás kæli heitt innskot og dragi bergið saman og sprengi. Um þær sprungur sem þannig myndast kemst vatn úr hringrásinni stöðugt lengra inn í ókældan hluta innskots- ins. Síðan flytur hringrásin hluta af varma innskotsins á brott og til yfir- borðs. Lister (1974, 1976) hefur fjallað um þessa kenningu bæði í tengslum við háhitasvæði og kólnun ungrar út- hafsskorpu. Gunnar Böðvarsson (1979, 1982) kemst að sömu niður- stöðu svo og Helgi Björnsson og fl. (1982), sem skýra hið mikla afl Gríms- vatna með þessari kenningu. Munur- inn á henni og þeirri kenningu um varmanám í lághitakerfum sem hér er til umfjöllunnar er sá að í háhitakerf- unum er kælingin og samdráttur bergsins nægur til þess að sprengja bergið, en í lághitakerfunum þarf kæl- ingin aðeins að opna gamlar sprungur, sem þegar eru til, en eru lokaðar vegna þyngdar jarðlaganna. Það er mjög flókið reikningslega að meta afl slíks hræringarkerfis þar sem um samspil spennusviðs umhverfis sprunguna, varmaflutnings með hrær- ingu í sprungunni og varmaflutnings með leiðni í berginu næst sprungunni er að ræða. Gerð hefur verið tilraun til þess að reikna opnunarhraða og afl fyrir mjög einfalt líkan af jarðskorp- unni (Guðni Axelsson 1985). Sýna þeir reikningar að opnunarhraði sprungu og þar með varmanámið stjórnast af hita- og spennuástandi í jarðskorpunni. Því hærri sem hitinn er og því lægri sem lárétta spennan er því hraðara verður varmanámið. Einnig ákvarðar hita- og spennu- ástandið hvort varmanám með þess- um hætti getur yfirleitt átt sér stað. Þessar niðurstöður má nota til þess að meta gróflega hraða varmanámsins við aðstæður líkar aðstæðum í íslensk- um lághitakerfum. í Töflu 2 hér á eft- ir eru birt dæmi um mat á hraða varmanáms og á afli slíkra kerfa. Töl- urnar gilda fyrir mismunandi dýpi, hita og spennuástand. Þar sést að hraðinn (og þar með aflið) er mjög næmur fyrir ríkjandi hita- og spennu- ástandi. Eftir því sem hitastigullinn er hærri og lárétt spenna lægri er hraðinn meiri. Einnig sést á niðurstöðunum í töflunni að aflið er auk þess mjög háð dýpi hringrásarinnar. Ef lárétt spenna (þvert á sprungurnar þar sem varma- námið á sér stað) er minni en 50 % af lóðréttri spennu (þyngd jarðlaga) virðist varmanámið samkvæmt kenn- ingu Gunnars geta átt sér stað jafnvel við óhagstætt hitaástand (lágan hita- stigul), en ef hún er um 50 - 60 % virðist það aðeins geta átt sér stað við háan hitastigul. Ef spenna er hins veg- ar meiri en 60 - 70 % af lóðréttri spennu virðist slíkt varmanám ekki geta átt sér stað. Því miður er töluleg þekking á spennuástandinu í jarðskorpunni und- ir Islandi af mjög skornum skammti. Dýpstu mælingar, sem gerðar hafa verið, eru úr djúpri rannsóknarholu á Reyðarfirði (Haimson og Rummel 1982). Þar mældist lægsta spenna um helmingur af lóðréttri spennu, og var það á 600 m dýpi. Óhætt virðist því að gera ráð fyrir því, að víða á Islandi séu aðstæður hagstæðar fyrir slíkt varmanám. Ef spennuástandið er nægilega hagstætt þá getur afl kerf- anna verið mjög mikið (meira en 10 MW/km). Mælingar á spennuástandi djúpt í jarðskorpu íslands myndu varpa frekara ljósi á réttmæti þessarar kenningar. 32

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.