Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 43

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 43
ið, einkum hvað upphitun jarðhita- vatnsins varðar. Hvort jarðhitavatnið er að uppruna regn, sem fallið hefur á hálendinu eða ekki, skiptir því ekki máli fyrir eðli jarðhitasvæðanna. Þar ráða staðbundnar aðstæður mestu. í ljósi ýmissa nýrra og gamalla upp- lýsinga setti Gunnar Böðvarsson (1982, 1983) fram kenningu um eðli varmanáms á lághitasvæðunum, sem er verulega frábrugðin eldri hugmynd- um um eðli lághitans. Hugmyndin er sú að varmanámið gerist með stað- bundinni hræringu vatns í lóðréttum sprungum, sem eru lokaðar neðan ákveðins dýpis. Hringrásin flytur varma úr bergi við neðri mörk opna hluta sprungunnar upp í efsta hluta kerfisins. Kólnun samfara varmanám- inu veldur því að bergið dregst saman og sprungan opnast áfram lengra nið- ur. Þannig fær hringrásin varma stöð- ugt dýpra úr kerfinu. Varmanám með þessum hætti getur verið mjög öflugt, en afl jarðhitakerfisins ræðst af því hve hratt hræringin opnar sprunguna. Frekari reikningar sýna að opnunar- hraði sprungunnar og þar með varma- námið stjórnast af hita- og spennu- ástandi í jarðskorpunni. Þetta líkan virðist jafnt geta skýrt afl stærstu lág- hitasvæðanna sem þeirra minnstu. Ef spennuástand er nægjanlega hagstætt getur afl slíks jarðhitassvæðis verið mikið, eða meira en 10 MW á hvern lengdarkílómetra sprungu. Eins sýna reikningarnir að við hitaástand líkt og í jarðskorpu íslands virðist spennu- ástand ráða mestu um það hvort lág- hitasvæði myndast eða ekki. Meginniðurstaða okkar er því sú að kenning Gunnars um staðbundið varmanám í lághitakerfum sé langlík- legasta skýringin á eðli flestra lághita- svæða og nánast eina skýringin á til- vist þeirra stærstu. Önnur meginnið- urstaðan er sú að við hitaástand, eins og ríkir í jarðskorpu íslands, virðist lághitavirknin fyrst og fremst stjórnast af spennuástandi og virkni sprungna. Kenning Gunnars getur skýrt tilvist lághitasvæða við ólíkar jarðfræðilegar aðstæður. Eina forsenda þess að varmanám geti orðið er að lárétt spenna sé nægjanlega lág við ríkjandi hitastigul. Þó þessi kenning sé lang líklegasta skýring á eðli lághitans, er ekki rétt að alhæfa hana um öll lághitasvæðin. Sum h'til lághitasvæði gætu verið í æstæðu jafnvægi við varmastrauminn úr iðrum jarðar og skýringin á eðli annarra smærri lághitasvæða gæti verið blanda af kenningu Gunnars og Trausta. ÞAKKIR. Samstarfsmenn okkar á Orkustofnun veittu margvíslega aðstoð við ritun þessar- ar greinar. Kristján Sæmundsson las hand- ritið yfir og endurbætti jarðhitakortið ásamt Helga Torfasyni. Sveinbjörn Björnsson, Stefán Arnórsson og Páll Ims- land lásu handritið yfir og bentu á ýmis- legt efnislegt er betur mátti fara. Við fær- um þeim öllum bestu þakkir okkar. Við tileinkum þessa grein minningu Gunnars Böðvarssonar. Með frumkvæði sínu og framsýni lagði hann grunninn að íslenskum jarðhitarannsóknum, grunn sem Jarðhitadeild Orkustofnunar hefur búið að allt fram á þennan dag. HEIMILDIR Axel Björnsson, Kristján Sæmundson, Sigmundur Einarsson, Freyr Þórarins- son, Stefán Arnórsson, Hrefna Krist- mannsdóttir, Asgrímur Guðmundsson, Benedikt Steingrímsson & Þorsteinn Thorsteinsson 1979. Hitaveita Akureyr- ar - Rannsókn jarðhita í Eyjafirði. Orkustofnun, OS-JHD-7827. 91 bls. Axel Björnsson 1980. Jarðhitarannsóknir á iághitasvæðum í grennd við Akureyri. Náttúrufrœðingurínn 50. 314-332. Axel Björnsson 1985. Dynamics of crustal rifting in NE-Iceland. Journal of Geo- physical Research 90. 10151-10162. 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.