Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 54
sem gætu skapað lekt, liggja í megin- dráttum samsíða hæðarlínunum. Sýnt hefur verið fram á, að mörg lághitasvæði í hinum tertíera og kvart- era berggrunni tengjast ungum brot- um og sprungum. A jarðhitasvæðinu í Reykholtsdal, nánar tiltekið við Deildartungu, sjást sprungur í lausum jarðlögum og eru því greinilega frá nútíma (Lúðvík Georgsson o.fl., 1984). Eins er með sprungur við jarð- hitasvæðið við Glerárgil í Eyjafirði (Ólafur G. Flóvenz o.fl., 1984) og við allmarga jarðhitastaði í uppsveitum Árnessýslu (Lúðvík Georgsson o.fl., 1988). Á Tröllaskaga norðanverðum má sjá misgengi, sem mynda stalla á fjöllum og í dalbotnum, en þar skera þau setlagafyllingar frá nútíma. Af því leiðir, að hreyfing hefur orðið á þess- um misgengjum á nútíma (Haukur Jó- hannesson, munnl. uppl.). Haukur telur jafnvel mögulegt, að kvika hafi troðist í sprungurnar og að hún færi Jághitanum varma. Þegar Trausti Einarsson og Gunnar Böðvarsson voru upphaflega að móta hugmyndir sínar um lághitann var lítið af borholum, sem gætu gefið vitneskju um eðli hans. Trausti Einarsson (1937, 1942) sá, að laugar og hverir á lághita- svæðum voru gjarnan við misgengi og ganga og ályktaði, að þessar jarð- myndanir væru lekar og réðu upp- streymisrásum heita vatnsins. Einnig taldi hann, að á sumum stöðum kæmi til greina, að gangar stífluðu af djúpa grunnvatnsstrauma frá hálendi til lág- lendis og þannig leitaði heitt vatn upp með göngum landmegin. Að öðru leyti byggði kenning Trausta á því, að grunnvatnsborð fylgdi í heildina landslagi og því hlyti grunnvatns- streymi að vera frá hálendari stöðum til láglendari. Að okkar mati hefur Gunnar Böðvarsson í skrifum sínum um lághitann jafnan gert fyllri tilraun en Trausti til þess að tengja eðli lág- hitans við ákveðin jarðfræðileg ferli og meta orkubúskapinn á magnbund- inn hátt. Sveinbjörn Björnsson (1980) færir að því óyggjandi rök, að a.m.k. sum þeirra lághitasvæða, sem borað hefur verið í, séu hræringarkerfi, en ekki uppstreymissvæði og af því leiðir að kenning Trausta um lághitann fær ekki staðist að þessu Ieyti. Niður- stöður sínar byggir Sveinbjörn á hita- mælingum og lektarmælingum í djúp- um borholum. Lektarmælingarnar sýna, að lekt er nægileg til þess að hræring geti farið af stað. Hitamæling- arnar sýna, að hiti djúpt í þessum kerfum er lægri en vænta mætti út frá vitneskju um hitastigul (6. mynd). Of- arlega í jarðhitakerfunum er bergið heitara en til hliðanna, en kæling hef- ur átt sér stað djúpt í þessum kerfum; þau eru kuldapollar. Slíkir pollar verða naumast skýrðir á annan veg en þann, að hræring vatns eigi sér stað í kerfinu og að vatnið hitni við varma- nám neðarlega í þeim. Síðastnefnda atriðið segir, að þessi lághitakerfi geta ekki verið æstæð heldur hljóta þau að vera tímabundin fyrirbæri. Ennfremur stenst sú skýring ekki, að vatn í þess- um kerfum sé aðrunnið frá hálendi djúpt í berggrunninum. Hvernig ætti slíkt vatn að fara fyrst um heitari berggrunn og valda svo staðbundinni kælingu í rótum lághitakerfisins? Ef æstæður lághiti á að þrífast á þeim varma, sem streymir upp í gegn- um jarðskorpuna eins og líkan Trausta gerir ráð fyrir, verður hinn djúpi grunnvatnsstraumur frá hálendi til láglendis að vera tiltölulega breiður en ekki bundinn við sprungur, sem eru nær lóðréttar. Rennsli um slíkar sprungur eingöngu gæti ekki nýtt sér að neinu ráði þann varmastraum sem leiðist upp í gegnum skorpuna. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.