Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 55
Hola U 8 aö Laugalandi í Eyjafirði Hiti í °C Hola RV 34 í Reykjavik 0 40 80 Hiti í °C 120 160 6. mynd. Mældur hiti í borholum RV-34 í Reykjavík og LJ-8 að Laugalandi í Eyjafirði. Beinu línurnar sýna hitastigul utan jarðhitasvæða á viðkomandi svæðum. Ljóst er, að kæling hefur orðið í jarðhitakerfinu í Reykjavík neðan um J000 m dýpis og neðan um 1700 m dýpis að Laugalandi. Allar líkur eru taldar á því, að hræring vatns sé orsök þessarar kælingar. (Óbirt gögn frá Orkustofnun). Measured temperatures in wells RV-34 in Reykjavík and LJ-8 at Laugaland in Eyjafjördur. The straight lines on the diagrams indicate the thermal gradient outside geothermal fields in the respective areas. It is evident that cooling has occurred in the Reykjavík geothermal system below about 1000 m depth and below about 1700 m depth at Laugaland. In all likelihood this cooling has been caused by convecting water. (Unpublished data from the National Energy Authori- ty)- LÍKÖN AF NOKKRUM LÁGHITAKERFUM Eins og jarðfræðileg líkön yfirleitt, endurspegla líkön af lághitakerfum skilning á eðli þeirra og helstu ein- kennum. Miðað við þá þekkingu, sem nú er til staðar, virðist ekki vera unnt að lýsa eðli alls lághita á íslandi með einu líkani. Talið er, að einstök lág- hitakerfi eigi uppruna sinn í einum eða fleirum af eftirtöldum fjórum þáttum eða ferlum: 1) Djúpu streymi grunnvatns frá há- lendari stöðum til láglendari um sprungur eða aðrar lekar jarð- myndanir. 2) Hræringu í ungum sprungum, sem myndast hafa við höggun á göml- um berggrunni vegna spennu- ástands í jarðskorpunni. 3) Reki háhitakerfa út úr gosbelt- unum samfara kólnun þeirra eftir að varmagjafinn dofnar og fjarar út. 47

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.