Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 56

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 56
4) Við kvikuinnskot í sprungur eða Iekan berggrunn sem liggur að gos- beltunum. Mið-Norðurland Talið er, að lághitinn á Mið-Norð- urlandi sé fyrst og fremst afleiðing þátta (1) og (2) hér að ofan. I megin- dráttum er jarðhitinn á þessu svæði í framhaldi af Kolbeinseyjarhryggnum (7. mynd). Sú gliðnun, sem á sér stað á Kolbeinseyjarhryggnum, deyr varla snögglega út við þvergengissprung- urnar, sem tengja hrygginn við norð- urenda gosbeltisins í Öxarfirði. Búast má við, að þessi gliðnun geti náð eitt- hvað inn til landsins suður fyrir þver- gengissprungurnar. Gliðnunin hefur vafalaust tilhneigingu til þess að verða um gömul misgengi, sprungur og ganga, vegna þess að þau hafa N-S stefnu eins og gliðnunarsprungur á Kolbeinseyjarhryggnum. Lághitinn er því líklegast fyrst og fremst hræring í þessum gömlu sprungum og göngum, sem nýleg gliðnun hefur orðið um. Vel má hugsa sér, að þessi gliðnun hafi farið í gang í kjölfar hliðrunar gosbeltisins á Norðurlandi úr Húna- vatnssýslum til núverandi legu suður frá Öxarfirði, en hún varð fyrir u.þ.b. 6 milljónum ára (Kristján Sæmunds- son, 1979). Landslag og jarðskjálftar á Mið- Norðurlandi gefa til kynna að þver- gengissprungurnar, sem tengt hafa eystra gosbeltið við Kolbeinseyjar- hrygg gætu hafa hliðrast til norðurs í tímans rás (7. mynd). Þannig gætu dalir, sem hafa A-V eða NV-SA stefnu, eins og Ljósavatnsskarð, Dals- mynni og Fljót í Skagafirði, verið merki eftir forn þvergengi. Þessi þver- gengi hefðu hliðrað N-S sprungum og göngum. Sú hliðrun getur haft áhrif á lághitann. Uppstreymi vill verða fjallsmegin við þessi þvergengi með því að gliðnunarsprungur enda eða dofna við þau. Hraunlagastaflinn í ofanverðum Tröllaskaga og í hálendinu suður af Skagafirði og Eyjafirði er óholufylltur og því að öllum líkindum tiltölulega gropinn. í honum hlýtur því að vera allmikið grunnvatn, sem getur leitað niður í sprungur og streymt eftir þeim niður á láglendi. Væri hraunlagastafl- inn allur holufylltur og því þéttur, væri aðrennsli að sprungunum tak- markað; bundið við næsta nágrenni þeirra, nema þar sem jrær lægju um lægðir í landslaginu. A Austurlandi háttar einmitt svo til, að hraunlaga- staflinn er holufylltur og því þéttur nær upp í fjallseggjar. Jafnvel þótt sum lághitakerfi á Mið- Norðurlandi séu hræringarkerfi, benda borholugögn fyrir sum svæðin til þess, að niðurstreymi verði í fjöll- um en uppstreymi í dölum, líkt og lík- an Trausta gerir ráð fyrir. Naumast virðist gerlegt að skýra með öðru móti þann háa þrýsting sem mælst hefur í sumum borholum. í borholu við Reyki í Hjaltadal, þar sem hiti vatns- ins er 58°C, byggist upp rúmlega 20 bara þrýstingur á holutoppi, þegar holan er lokuð. Svarar það til um 200 m vatnssúlu. Ekki mikið lægri þrýst- ingur hefur mælst við sömu aðstæður í holum annars staðar eins og í ná- grenni Grýtubakka á Svalbarðsströnd, en þar er hiti aðeins 22°C. Búast má við, að lághitakerfin á Mið-Norðurlandi lifi svo lengi sem varmanám úr berginu getur átt sér stað í rótum kerfanna með hræringu grunn- vatns og meðan jarðhnik viðheldur nægilegri lekt. Ekki má þó útiloka þann möguleika, að kvika undan Kolbeins- eyjarhrygg eða jafnvel frá gosbeltinu inni á Miðhálendi geti leitað til suðurs og norðurs eftir lekum sprungum og gefíð varma til þessara Iághitakerfa. 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.