Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 7
nærri yfirborði jarðar hefði greiða leið langt upp í veðrahvolfið væru hérlend- is eilíf úrfelli og raunar voðaveður. En gufuhvolfið hefur ekki nægilega orku til slíkra hluta. Hins vegar myndast skilyrði til þess bæði staðbundið og tímabundið. í austanbylgjunum áður- nefndu eru allgóð skilyrði til upp- streymis enda gengur þar á með skúr- um. Skúrirnar skila að vísu frá sér nokkurri orku vegna rakaþéttingar, en langoftast ekki nægri til að koma af stað fellibyl. Ekki verður séð fyrir hvaða austanbylgjur verða að fellibylj- um og veldur það veðurfræðingum á þessum slóðum miklum áhyggjum. Stundum kemur fyrir að skilyrði til mikillar skúramyndunar skapast utan við austanbylgjurnar og veldur það veðurfræðingum enn meiri áhyggjum. Hér koma gervihnettir nútímans mjög til hjálpar. Þeim er að þakka að hægt er að fylgjast grannt með flestu sem gerist í andrúmslofti hitabeltisins og uppgötvast því fellibyljir í myndun mun fyrr en ella. Veðurstöðvar eru því miður ekki nógu þéttar í hitabelt- inu til að tölvuspár komi að verulegu gagni. Þó er rétt að geta þess að felli- byljir geta komið fram í tölvuspám. En fleiri skilyrði þarf til. Þegar austanbylgjan fer að vaxa, vex að- streymi lofts að utan og það skilar sinni orku heiðarlega í uppstreyminu. En þetta aðstreymi sem uppstreymið veldur dugar ekki til. Til viðbótar þarf varmaorku úr sjónum til að koma af stað eins konar orkuvítahring. Upp- streymið vex, aðstreymi vex, meiri raki verður til staðar, sem veldur meira uppstreymi, sem veldur meira aðstreymi og svo koll af kolli. Svo vill til að það þarf a.m.k. 26 stiga (helst 27 stiga) heitt sjávaryfirborð til að koma vítahringnum af stað. Þetta er annað skilyrði til myndunar fellibylja. I Atlantshafi norðan miðbaugs er 26- 27 stiga heitur sjór oftast aðeins til á að öðrum leyti heppilegum stöðum síðari hluta sumars og á haustin, en á öðrum tímum (einkum mars) á suður- hveli jarðar. Eitt skilyrði þarf til viðbótar. Skipu- leg hringhreyfing þarf að geta átt sér stað og það er erfitt við miðbaug vegna þess hve sveigkraftur jarðar (svokallaður corioliskraftur) er þar lít- ill. Jafnvel þótt fellibyljir fari að myndast nærri miðbaug geta þeir ekki vaxið fyrr en kemur u.þ.b. 6 gráður frá honum.Bestu skilyrðin eru á bilinu 6 til 15 gráður frá miðbaug á þeim tím- um árs þegar yfirborðshiti sjávarins er nálægt 21°. Svo öflugur er þessi orku- vítahringur hitabeltisins að nokkur meirihluti þeirra hitabeltislægða sem ná að verða hitabeltisstormar (með 9 vindstigum eða meir) verða líka að fellibyljum (með 12 vindstigum). Á 3. mynd má fá yfirlit um helstu myndun- arsvæði fellibylja og algengustu hreyf- istefnu þeirra á hverju svæði. Á þeim tíma sem vindhraðastiginn náði upp í 17 vindstig, (fram til 1967) var að jafnaði talað um hitabeltisvið- bót hans (13 til 17 vindstig). ÆFI FELLIBYLS Eftir að fellibylurinn er fullmyndað- ur er hann ekki alveg jafn næmur fyrir utanaðkomandi áreitni og á myndun- arskeiðinu, en honum mæta ýmsar hindranir. Hann er mjög viðkvæmur fyrir landi. Meira að segja geta smá- eyjar Karabíska hafsins mjög truflað lífshlaup fellibylja. Þetta stafar fyrst og fremst af því að rakauppgufun yfir landi er ekki nægileg til að halda orkuöflun gangandi. Einnig vex mjög núningsviðnám gegn vindinum. Þetta veldur því að allur vindur fer nærri alltaf úr fellibyl strax og hann gengur á land. Sama gerist ef fellibylur kemur yfir kaldan sjó. En fullþroskaður felli- 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.