Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 15
Jón Jónsson
Fróðleg jarðlög í gervigíg
INNGANGUR
Svæði það, sem Landbrot nefnist er
norðurhluti þess mikla hraunfláka,
sem nær frá Kúðafljóti til Landbrots-
vatna. Svo mikil rök - að telja verður
að nálgist fulla sönnun - eru nú fyrir
því að hraun þetta sé komið úr
Kambagígum á Síðu- og Skaftár-
tunguafréttum. Ætti það því að réttu
að heita Kamba- eða öllu heldur
Kambagígahraun (Björn Jónasson
1974). Fyrirliggjandi 14C aldursákvarð-
anir benda til þess að það sé 7000 ára
eða jafnvel meira. (Jón Jónsson 1985)
Landbrotshólar er mesta gervigíga-
svæði landsins. Það einkennist af
tvenns konar, þó að útliti harla ólík-
um myndunum, sem fylgjast að innan
- en eru lítt eða ekki utan þess. Þetta
eru gervigígir og það, sem þar í sveit
gengur undir nafninu hálsar. Gervi-
gígirnir eru ýmislega lagaðir gjallhól-
ar, sumir með dæmigerða gíglögun
með skál í kolli, aðrir eru gjallstrýtur
og enn aðrir langir hryggir með laut-
um og bollum og minna þá á eldgíga-
raðir. Gjallið í þeim er oftastnær fag-
urrautt, en stundum svart. Einnig má
sjá báða þesa liti hlið við hlið í sama
stáli og úr sama efni. Hálsarnir eru
hryggir úr þéttu hrauni. Þeir liggja
oftast sem næst geislalægt út frá meg-
inhraunbrúninni og ná stundum tals-
vert langt út frá henni (Norðurháls,
Heimsendasker). Þeir eru næstum
alltaf klofnir að endulöngu og berginu
hallar þá til beggja hliða út frá sprung-
unni. Hér er litið svo á að þessir háls-
ar séu undanhlaup undan megin
hrauninu.
Gjallið í hólunum hefur mjög komið
til nota sem ofaníburður í vegi og sem
fyllingarefni, enda er það auðunnið.
Ekki verður sagt að slíkar gjallnámur
séu til yndisauka né fegurðar í þessu
afar sérstæða landslagi, en þær hafa
þann kost að veita forvitnum innsýn í
hólana og auka möguleika á að skilja
hvernig þeir hafa myndast.
LOKINHEMRA OG SÖÐULHÓLL
Skammt sunnan við Syðri-Vík í
Landbroti er hólasvæði, sem er með
meira móti stórbrotið. Þar skiptast á
djúpar lautir og háir hólar. Þeirra á
meðal eru tveir, sem snúa gjallhömr-
um hvor gegn öðrum rétt eins og ein-
hverjar risahendur hefðu rykkt hóln-
um sundur í miðju og dregið bútana
hvorn frá öðrum. þetta hefur gefið
hólnum nafnið Lokinhemra.
Nyrst í þessari hólaþyrpingu, hægra
megin vegar þegar haldið er suður
Landbrot er Söðulhóll. Hann er nú og
hefur um ára bil verið gjallnáma, sem
ýtutönn og grafa hafa leikið grátt, en
áður var hann grasi gróinn. Nú hefur
verið grafið nærri þvert í gegnum hól-
inn og þá kemur innri bygging hans í
ljós sem er harla sérstæð eins og nú
skal reynt að lýsa.
Sunnan megin í gryfjunni er allhátt
Náttúrufræöingurinn 60 (2), bls. 69-73, 1990.
69