Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 23
1 mínúta 2. mynd. Skjálftarit þetta sýnir fjölda frostbresta í Reynihlíð. Þegar mest gengur á mæl- ist um einn brestur á mínútu. The seismogram shows numerous frost-cracking events at Reynihlíð. About one event is recorded per minute at the culmination of the activity. Fyrir því eru þessir kaflar birtir hér, að í þeim eru óvenju skýrar og lifandi lýsingar á fullkomlega eðlilegu og út- skýranlegu náttúrufyrirbæri. Hér er greinilega Iýst frostbrestum. Raunar er fremur sjaldgæft að þeir verði á lág- lendi, en þennan mikla frostavetur er líklegt að margir hafi orðið fyrir líkri reynslu og fólkið á Látrum, fólk sem ekki hafði fyrr orðið frostbresta vart. Eftir fjóra sólarhringa tóku atburð- irnir á Látrum á sig annarlegri mynd. A.m.k. sumt heimilisfólkið heyrði hluti dregna til, skarkað var í eldavél, laust typpi á henni hreyfðist og hring- ar á henni svifu í lausu lofti. I ljósi þess að fólkið hafði lítinn svefnfrið haft í fjóra sólarhringa, þegar hér var komið sögu, tel ég ekki ástæðu til að krefjast náttúrufræðilegra skýringa á þessum skynjunum. Á síðustu árum, eftir að jarð- skjálftamælum fjölgaði á hálendi landsins, hafa safnast talsverðar upp- lýsingar um frostbresti og þær aðstæð- ur sem til þeirra leiða. Brestirnir koma fram á mælum jafnvel þó þeir séu svo smáir að þeirra verði ekki vart á nærliggjandi bæjum. Suma vetrar- daga mælast hundruð eða jafnvel þús- und smákippa eins og sjá má á 1. og 2. mynd. Eftirfarandi atriði leiða öðrum fremur til bresta: 1. Hiti fellur í mínus 5-10° C og lækk- ar ört. 2. Logn er og heiðskírt. 3. Lítill snjór er á jörð. 4. Brestir verða oft þegar frostakafli kemur í kjölfarið á hlákukafla. Brestirnir verða þegar frosinn jarð- vegur kólnar. Eins og flest föst efni dregst jarðvegurinn saman þegar hit- inn lækkar. Samdrátturinn er um 10“5 fyrir hverja gráðu sem hitinn lækkar, þ.e. 10 m langur kafli styttist um 1 mm ef hiti lækkar um 10°C, svo dæmi sé tekið. Fyrst í stað veldur kólnunin að- eins spennu í efstu lögunum, en þegar spennan yfirstígur styrk frosins jarð- vegsins springur hann með snöggum rykk og dregst saman. Frostsprung- urnar byrja að myndast við yfirborðið og síðan rifnar jarðvegurinn niður á við eftir því sem hann kólnar. Það er kólnunarhraðinn sem stjórnar því 77

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.