Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 29
Hallbjarnarstaðatindi og að þrjár mis-
gamlar framhlaupsurðir fléttist saman
í nánd við Hauga (Árni Hjartarson
o.fl. 1981).
Hallbjarnarstaðatindur er bratt og
svipmikið fjall. Efst á honum gnæfir
Goðaborg 1146 m y.s. Framhlaupin
hafa brotnað úr suðvesturhorni fjalls-
ins og fallið niður í mynni Stuttadals,
sem er afdalur út og upp af Haugum,
milli Haugafjalls og Hallbjarnarstaða-
tinds (1. mynd). Urð eldra fram-
hlaupsins er að mestu hulin yngri urð-
inni í hálsinum. Yngra hlaupið hefur
sprungið ofarlega úr Hallbjarnar-
staðatindi fast innan við brotsár eldra
hlaupsins. Brotsár þess er lítt veðrað
og nýlegt að sjá. Brúnir þess eru
burstlaga eins og bæjarstafn og heita
einfaldlega Burst (2. mynd). Urðin
neðan undir brotinu er snarbrött hol-
urð, ógróin að mestu og ungleg og
kallast Stuttadalshraun. Hún hefur
slengst niður í botn Stuttadals, sveigt
niður hann og út úr dalsmynninu og
niður í Skriðdal. Hluti urðarinnar hef-
ur þó ekki sveigt þessa leið heldur
hlaupið upp í brekkurnar handan
Haugaár (sem nefnd er Stuttadalsá á
Islandskortum) og komist skemmstu
leið yfir Stuttadalsháls, niður í Skrið-
dal, yfir Múlaá og að fjallsrótunum
handan hennar. Flatarmál hlaupurð-
arinnar er 2,9 km2, hlauplengdin 3 km
en mesta fallhæð rúmir 800 m. Stökk-
ið yfir hálsinn er 100 m þar sem hæst
er. Stórir grófgerðir þursabergsdrang-
ar eru áberandi í urðinni í hálsinum.
Niðri í Skriðdal leggst urðin yfir norð-
urjaðar Haugahólahlaupsins. Urðin
hefur stíflað Haugaána um skeið og
innan við hana er þurr skriðuorpinn
vatnsbotn á dalnum sem áin hripar
niður í og hverfur á kafla þegar lítið er
í henni en kemur svo fram í lindum
nokkru neðar. í hálsinum neðan við
dalsmynnið sér í hið forna gljúfur
Haugaár hálffullt af urð (1. mynd).
Áin hefur grafið sér nýjan farveg
nokkurn spöl en fellur ofan í gamla
gljúfrið í miðri hlíð. Stærðarmunur
gljúfursins og nýja farvegarins sýnir að
áin hefur runnið margfalt lengur í
gljúfrinu en í nýja farveginum.
ALDUR FRAMHLAUPANNA
Ég hef reynt að ákvarða aldur þessa
framhlaups með gjóskulagaathugun.
Sjaldgæft er að unnt sé að rannsaka
óhreyfð jarðvegslög undir framhlaups-
urðum. Hlaupin umturna yfirleitt
meira eða minna þeim jarðvegi sem
þau ryðjast yfir. Að auki varðveitast
gjóskulög sem falla á ung framhlaup
oftast illa. Þessu er því allt öðruvísi
farið en í eldgosum þar sem hraun
hreyfa jafnan lítt við þeim jarðvegi
sem þau leggjast yfir. Gjóskulög henta
því miklu verr til aldursgreininga á
berghlaupum en á hraunum. Yngra
hlaupið úr Hallbjarnarstaðatindi er
undantekning frá þessu. í húsgrunn-
um á Haugum hefur þess orðið vart
að undir urðinni, sem þar liggur al-
staðar rétt við yfirborð, er þykkt jarð-
vegslag (Ólafur Jónsson 1957). Með
þær upplýsingar að leiðarljósi þræddi
ég árgil Múlakvíslar neðan Hauga,
þar sem hún sker sig gegn um fram-
hlaupsurðina og viti menn, um 500 m
utan Hauga, rétt innan við jaðar
hlaupsins úr Hallbjarnarstaðatindi,
sér í óhreyfðan jarðveg með gjósku-
lögum undir urðinni. Þarna gefst því
færi á að aldursgreina framhlaupið.
Og ekki er nóg með það. Á þessum
stað má einnig fá vísbendingu um ald-
ur Haugahólaurðarinnar.
Jarðvegurinn ofan á urðinni frá
Hallbjarnarstaðatindi er alstaðar
þunnur, fer hvergi yfir skóflustungu á
þykkt. Mjög Iítið ber á gjóskulögum í
þessari jarðvegsþekju. Ef vel er að
gætt má þó greina tvö ljósgrá gjósku-
83