Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 49
Trausti Jónsson
Hvert liggja gjóskugeirar?
í riti Sigurðar Þórarinssonar,
Heklueldar (1968) eru kort sem sýna
hvert gjóska barst í fyrsta þætti all-
margra Heklugosa. Þá er öflugt þeyti-
gos í gangi sem lyftir gjósku upp í
margra kílómetra hæð. Þessi kort
munu vera í endurskoðun (Guðrún
Larsen, munnlegar upplýsingar 1989)
auk þess sem tvö Heklugos hafa orðið
eftir 1968. (Kort af útbreiðslu gjósku í
þeim gosum má sjá í bók Sigurðar um
Heklugosið 1970 (Sigurður Þórarins-
son, 1970) og í grein (Karl Grönvold
og fleiri, 1983)).
Eftir að gjóskan er komin upp úr
gígnum og útúr meginuppstreyminu
yfir eldstöðvunum eru leiðir hennar
háðar vindum. Hversu hátt til lofts
gjóskan berst mun fara eftir eðli og
afli eldgossins, en tiltölulega lítið mun
þó berast uppúr veðrahvörfunum,
sem hér eru oft í 8-10 km hæð. Aðal-
flutningur gjóskunnar fer því fram í
veðrahvolfinu og dreifingin ræðst því
af vindum þar.
Meðalvindstefna upp í gegnum
veðrahvolfið er oft ólík því sem er
nærri jörð og tíðnidreifing vindátta
allt önnur. Tíðnidreifing vindátta
nærri miðju veðrahvolfi ætti því að
gefa til kynna tíðnidreifingu á stefnu
gjóskugeira. Rétt ofan við mitt veðra-
hvolf (í rúmlega 5 km hæð) er þrýst-
ingur u.þ.b. helmingur af því sem er
við jörð eða um 500 mb. Mælingar eru
gerðar reglulega um heim allan á
veðri og vindum í þessari hæð og stað-
góðar upplýsingar eru til um vindafar
þar.
Fremur auðvelt er því að finna tíðni
á daglegri stefnu háloftastrauma yfir
Islandi. Arangur slíkrar talningar má
sjá á meðfylgjandi korti (l.mynd).
Talið var hversu oft stefna lenti inní
45° geirum og sýna tölurnar í geirun-
um tíðni í hverjum geira í hundraðs-
hlutum. Notuð eru árin 1958-1977, en
upplýsingar um þau ár eru til á hvað
aðgengilegustu formi. Nokkur ára-
skipti eru í þessari dreifingu, en þó
ekki meiri en svo að meðalstefna í
þessari hæð hefur verið inní eða alveg
við brún 23% geirans öll ár frá a.m.k.
1949, en upplýsingar eru ekki til í að-
gengilegu formi lengra aftur. Meðal
vindstefna hefur sem sagt verið milli
vesturs og vest-suðvesturs öll þessi ár.
Líklegt er að tímabil hafi komið fyrr á
öldum, svo ekki sé talað um lengri
tíma, þar sem þessi meðalvindstefna
hefur hnikast til. Hversu mikið er hins
vegar mjög erfitt að gera sér grein fyr-
ir.
Hvað kortinu viðvíkur er rétt að
taka tölurnar ekki alveg bókastaflega
uppá prósentu, en í meginatriðum eru
þær góðar. Einnig er rétt að taka fram
að þó sú aðferð sem beitt er til að
finna stefnu hvers dags sé algjörlega
hlutlæg hefur hún dálitla tilhneigingu
til að vanmeta norður-suður þáttinn
suma daga. Þetta vanmat er þó ekki
Náttúrufræðingurinn 60 (2), bls. 103-105, 1990.
103