Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 51

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 51
fulltrúar þess tímabils sem gjóskugeir- arnir ná yfir, sem er eins og áður sagði vel mögulegt. í öðru lagi finnist gjóskugeirar misvel á hinum ýmsu landsvæðum og því vanti hreinlega mismörg gos eftir því hvert gjóskan hefur borist. í þriðja lagi gæti vel ver- ið að gos á íslandi séu eitthvað mis- algeng eftir árstímum. Ekki er væn- legt að fullyrða neitt um slíkt, en ekki hefur enn verið litið á hvort þessi meginmynd sé um eitthvað ólík á sumri og vetri. I fjórða lagi gæti verið að meginhluti gjósku í dæmigerðu gosi bærist í annarri hæð en þeirri sem hér um ræðir og að lokum gæti hugsast að gos byrjuðu fremur við ein veðurskil- yrði en önnur, þó gos síðustu áratuga bendi ekki til þess að svo sé. Allir þessir möguleikar koma til greina og sjálfsagt einhverjir fleiri, t.d. er ljóst að margs konar smáatriði í þykktar- dreifingu gjósku á einstökum Iand- svæðum eru mjög háð vindi niður undir yfirborði. Enn er ekki til yfirlitskort sem sýnir stefnu gjóskugeira allra Heklugosa. Það sem næst kemst slíku er kort á bls. 177 í „Heklueldum“ og við það má auðveldlega bæta gosunum 1970 og 1980. Athygli vekur hversu fáir gjóskugeirar liggja til Sprengisands og Vatnajökuls. Hvernig stendur á því? HEIMILDIR Karl Grönvold, Guðrún Larsen, Páll Ein- arsson, Sigurður Þórarinsson og Kristj- án Sæmundsson 1983. The Hekla Erupt- ion 1980. Bulletin of Volcanology 46, 349-363. Markús Á Einarsson 1976. Veðurfar á ís- landi. Iðunn, Reykjavík. 150 bls. Sigurður Þórarinsson 1968. Heklueldar. Sögufélag, Reykjavík. 187 bls. Sigurður Þórarinsson 1970. Heklugosið 1970. Almenna bókafélagið, Reykjavík. 55 bls.-b 54 myndas. Gögn Veðurstofu íslands. SUMMARY Probable tephra fallout sectors from Icelandic volcanoes. Trausti Jónsson Icelandic Meteorological Office Bústaðavegur 9 IS-150 REYKJAVÍK Iceland. The article discusses briefly the use of 500 hPa wind estimate averages in evaluation of probable tephra fallout directions from volcanoes in Iceland. See figure text for further information. 105

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.