Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 55
2. mynd. Séð yfir Hrútaskál suður til Tungnahryggs og samnefnds jökuls. Hún er dæmi- gerð skál eftir jökul. Þar er enginn jökull nú því skálarbotninn er einungis í 800 m y.s. Það hefur eflaust tekið hundruð þúsunda ára og jafnvel enn lengri tíma að mynda þessa skál. Sennilega hefur jökullinn í skálinni verið að naga hana lengst af ísöldinni, enda er lausa efnið sem úr henni kom farið veg allrar veraldar. Hrútaskál at Tungnahryggur, North Iceland, which is a typical cirque produced by a glacier during the Pleistocene ice- age. At present there is no glacier in it. The bottom of the cirque is at 800 m a.s.l., below the present firn line. Ljósm. photo Oddur Sigurðsson um tíma látið eftir sig 40 milljónir rúmmetra efnis eins og Olafur telur að Möðrufellshraun sé. Og þótt það sé ríflega í lagt þá þarf að leita til Gígjökuls eða jafnvel Kvíárjökuls til jafnaðar og dugar ekki til. Sú hug- mynd að líkja þessum litla skálarjökli við Vatnajökul, sem getur af sér Morsárjökul, er út í hött. Nú eru jöklar víða á Tröllaskaga. Þeir sem vita móti norðri eru með jafnvægislínu í kring um 1100 m y.s. Þeir sem snúa öðruvísi við liggja mun hærra svo sem skálarjökull austan í Kerlingu (sjá 3. mynd) sem er í jafn- vægi í tæplega 1300 m y.s. Meðalhiti þyrfti því að lækka um hátt í 10° C frá því sem nú er að óbreyttri úrkomu, til að jökull myndaðist í umræddum skál- um í Möðrufellsfjalli. Kæmi til slíkrar kólnunar er hætt við að annar og miklu stærri jökull lægi í Eyjafirði og skálarjöklar þar neðarlega í hlíðum væru á bólakafi í meginjöklinum. Það er því óhætt að fullyrða að lausar jarð- myndanir til komnar eftir ísöld svo sem Möðrufellshraun eiga ekkert skylt við verk jökla. Hér er einungis einn af þeim stöð- um, sem kallaður er skálarjökulsfar í „íslandshandbókinni“ tekinn til at- hugunar, en hætt er við að aðrir slíkir svo sem Blöndudalshólar (4. mynd), Reykjanibba (5. mynd) og fjölmargir 109

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.