Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 57

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 57
5. mynd. Séð úr flugvél suður yfir Jórunnarskál í Reykjanibbu í Svínadal, Húnavatnssýs- lu og berghlaupið úr henni. A view from the air to the rock slide from Jórunnarskál in Reykjanibba, Svínadalur, North lceland. Ljósm. photo Oddur Sigurðsson. aðrir, sem greinir á við „Berghlaup" Ólafs Jónssonar, falli á svipuðum rök- um. Til samanburðar er hér einnig 6. mynd af hlíð Skógafjalls sunnan Mýr- dalsjökuls, sem hljóp fram haustið 1972. Þar er brött móbergshlíð sem hrundi ofan á nafnlausan jökul í Jök- ulsárgili nálægt þeim stað sem heitir Tvístæður. Hlaupið fór þvert yfir jök- ulinn og hefur síðan borist með hon- um niður eftir í 4 ár er þessi mynd var tekin (Oddur Sigurðsson, óbirt gögn.) Nýjar hugmyndir um íslenskar jarð- myndanir eru ævinlega vel þegnar til að frjóvga umræðu og víkka sjóndeild. Það auðnaðist Ólafi Jónssyni svo sannarlega. Þó fer aldrei svo, að jafn mikil verk og bækur Ólafs standist nána athugun í öllum smáatriðum, enda eru mannanna verk aldrei full- komin. Hitt er aftur með öllu forkast- anlegt að setja lauslegar tilgátur að lítt athuguðu máli í uppsláttarbækur fyrir almenning einkum og sér í lagi þegar þær stangast á við viðurkenndar skoð- anir, sem byggðar eru á nákvæmum athugunum. Nauðsynlegt er að færa þær í gegn um hreinsunareld fræði- legrar umræðu á viðeigandi vettvanpi. Sé einhver ósáttur við skýringar Ól- afs á myndun Möðrufellshrauns og vilji bæta þar um, á hann mikið starf fyrir höndum. HEIMILDIR Hreggviður Norðdahl 1990. Tíðni lofts- lagsbreytinga á Norðurlandi í ljósi nýrra aldursákvarðana. Bls. 14 í Vitnisburður um loftslagsbreytingar í íslenskum jarð- lögum. Dagskrá og ágrip erinda. Ráð- stefna Jarðfrœðafélags íslands 9.4. 1990. Tómas Einarsson og Helgi Magnússon (ritstj.) 1989. íslandshandbókin. Örn og Örlygur. Reykjavík. 1030 bls. 111

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.